Month: mars 2013

Morgunverðarfundur 5. apríl

Fræðslunefnd Félags um innri endurskoðun stendur fyrir morgunverðarfundi föstudaginn 5. apríl nk. þar sem fjallað verður um samstarf innri og ytri endurskoðenda. Fyrirlesarar á fundinum verða þrír og munu þeir fjalla um málefnið út frá mismunandi sjónarhornum. Fyrst mun Sigríður Guðmundsdóttir innri endurskoðandi Marels fjalla um starf innri og ytri endurskoðenda út frá sjónarhóli innri endurskoðanda. Því næst mun Jón

Opni háskólinn í HR – Námskeið í innri endurskoðun – 21 og 22 mars nk.

Opni háskólinn í HR kynnir stutt og hagnýtt námskeið í innri endurskoðun í samstarfi við Félag um innri endurskoðun á Íslandi (FIE). Á námskeiðinu verður farið yfir skilgreiningu á innri endurskoðun og þróun fagsins undanfarin ár. Farið verður yfir hvernig alþjóðastaðlar innri endurskoðenda nýtast við uppbyggingu innri endurskoðunardeilda og helstu viðfangsefni. Bent verður á þau atriði sem skipta máli við

Fréttabréf FIE – mars 2013

Fræðslunefnd hefur tekið saman fréttabréf FIE. Það er að þessu sinni helgað 10 ára afmæli félagsins og hefur meðal annars að geyma pistil frá afmælisnefnd, umfjöllun um sögu félagsins og pistil frá formanni FIE. Auk þess má í því finna dagskrá innri endurskoðnardags félagsins sem haldinn verður í 15. mars n.k. Fréttabréfið má nálgast hér.

Dagskrá Innri endurskoðunardagsins 2013

Dagskrá innri endurskoðunardagsins sem haldinn verður 15. mars n.k. á Hótel Natura liggur nú fyrir.  Vakin er sérstök athygli á afmælisfagnaði í tilefni af 10 ára afmælis FIE, sem hefst strax að lokinni ráðstefnunni. 12:30‒13:00    Skráning og afhending gagna 13:00‒13:10    Ráðstefnan sett Anna Margrét Jóhannesdóttir, formaður Félags um innri endurskoðun 13:10‒13:30   Áhættustýring lífeyrissjóða, minni sveiflur og meiri gæði Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtök lífeyrissjóða og

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com