Morgunverðarfundur 5. apríl

Fræðslunefnd Félags um innri endurskoðun stendur fyrir morgunverðarfundi föstudaginn 5. apríl nk. þar sem fjallað verður um samstarf innri og ytri endurskoðenda.

Fyrirlesarar á fundinum verða þrír og munu þeir fjalla um málefnið út frá mismunandi sjónarhornum. Fyrst mun Sigríður Guðmundsdóttir innri endurskoðandi Marels fjalla um starf innri og ytri endurskoðenda út frá sjónarhóli innri endurskoðanda. Því næst mun Jón H. Sigurðsson löggiltur endurskoðandi hjá PwC fjalla um samstarfið út frá sjónarhóli ytri endurskoðanda. Að lokum mun Árni Tómasson, stjórnarmaður og fulltrúi í endurskoðunarnefnd Íslandsbanka, fjalla um væntingar endurskoðunarnefnda til samstarfs innri og ytri endurskoðenda.

Fundurinn verður haldinn í Háteigi A á 4. hæð Grand Hótel Reykjavík og opnar með morgunverði frá kl. 8:00 og hefst fundurinn kl. 8:30. Aðgangseyrir er kr. 2.500, vinsamlegast tilkynnið um þátttöku á fie@fie.is

Opni háskólinn í HR – Námskeið í innri endurskoðun – 21 og 22 mars nk.

Opni háskólinn í HR kynnir stutt og hagnýtt námskeið í innri endurskoðun í samstarfi við Félag um innri endurskoðun á Íslandi (FIE).

Á námskeiðinu verður farið yfir skilgreiningu á innri endurskoðun og þróun fagsins undanfarin ár. Farið verður yfir hvernig alþjóðastaðlar innri endurskoðenda nýtast við uppbyggingu innri endurskoðunardeilda og helstu viðfangsefni. Bent verður á þau atriði sem skipta máli við mat á gæðum innri endurskoðunar og fjallað um ávinning sem þessari starfsemi er ætlað að skila til fyrirtækja/stofnana.

Ávinningur: Betri skilningur á eðli innri endurskoðunar. Greina hvaða atriði skipta máli við þróun og uppbyggingu innri endurskoðunar. Upplýsingar um bækur og gögn sem eru mikilvægar við að byggja upp þekkingu á innri endurskoðun.
Námskeiðið veitir 7 endurmenntunareiningar á sviði endurskoðunar fyrir endurskoðendur.

Markmið: Að þátttakendur fái þekkingu á starfi innri endurskoðanda og starfsemi innri endurskoðunardeilda og þeim atriðum sem skipta máli við að byggja upp innri endurskoðun innan fyrirtækis eða stofnunar.

Fyrir hverja: Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna að innri endurskoðun og þeim sem vilja byggja upp þekkingu á þessu sviði.

Tími: Kennsla fer fram fimmtudaginn 21. mars frá kl. 13:00 - 16:30 og föstudaginn 22. mars frá kl.8:30 - 12:00.

Verð: 36.000 kr.  Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar.

Leiðbeinendur:  Anna Margrét Jóhannesdóttir, stjórnsýslufræðingur og faggiltur innri endurskoðandi (Certified Internal Auditor). Er starfandi innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar.

Nanna Huld Aradóttir, viðskiptafræðingur og faggiltur innri endurskoðandi (Certified Internal Auditor). Innri endurskoðandi Seðlabanka Íslands.

NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING

Fréttabréf FIE – mars 2013

Fræðslunefnd hefur tekið saman fréttabréf FIE. Það er að þessu sinni helgað 10 ára afmæli félagsins og hefur meðal annars að geyma pistil frá afmælisnefnd, umfjöllun um sögu félagsins og pistil frá formanni FIE. Auk þess má í því finna dagskrá innri endurskoðnardags félagsins sem haldinn verður í 15. mars n.k. Fréttabréfið má nálgast hér.

Dagskrá Innri endurskoðunardagsins 2013

Dagskrá innri endurskoðunardagsins sem haldinn verður 15. mars n.k. á Hótel Natura liggur nú fyrir.  Vakin er sérstök athygli á afmælisfagnaði í tilefni af 10 ára afmælis FIE, sem hefst strax að lokinni ráðstefnunni.

12:30‒13:00    Skráning og afhending gagna

13:00‒13:10    Ráðstefnan sett

Anna Margrét Jóhannesdóttir, formaður Félags um innri endurskoðun

13:10‒13:30   Áhættustýring lífeyrissjóða, minni sveiflur og meiri gæði

Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtök lífeyrissjóða og framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins

13:30‒13:50    Áhættustýring og innra eftirlit

Guðbjörg Anna Guðmundsdóttir , áhættustýringardeild Íslandsbanka

13:50‒14:10    Áhættumiðuð endurskoðunaráætlun Ríkisendurskoðunar

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi, Ríkisendurskoðun

14:10‒14:40    Kaffi

14:40‒15:20    Internal Audit at the Riksbank : Where is the risk?

Patrick Bailey, innri endurskoðandi Seðlabanka Svíþjóðar.

15:20‒15:40    Stjórnir og áhættustýring – sjónarhóll stjórnarformanns

Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Landsvirkjunar og rektor Háskólans á Bifröst

15:40‒16:00    Stjórnun og eftirlit fyrirtækja og stofnana

Þorsteinn Pálsson blaðamaður

16:00–16:20    Umræður

16:20- 16:30   Tungutak staðla

Ágúst Hrafnkelsson, formaður alþjóðanefndar FIE og stjórnarmaður í alþjóðasamtökum innri endurskoðenda

16:30               Ráðstefnuslit

16:30‒19:00    10 ára afmælisfagnaður FIE — léttar veitingar, skemmtun og uppákomur í boði félagsins

Ráðstefnugjald:  Kr. 15.500

Námsmat:           Ráðstefnan gefur fjórar endurmenntunareiningar hjá FIE, IIA og FLE.

Ráðstefnan er opin félagsmönnum FIE, FLE og öðrum þeim sem áhuga hafa.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til fie@fie.is ekki síðar en kl. 16:00 þann 13. mars nk.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com