Stjórn félagsins telur mikilvægt að efla kynningu á innri endurskoðun og félaginu meðal innlendra aðila sem standa utan félagsins. Stjórn félagsins hefur því ákveðið á grundvelli 7. gr. samþykkta félagsins að setja á stofna sérstaka útbreiðslunefnd. Markhópur útbreiðslunefndar skulu vera innlendir aðilar sem standa utan félagsins. Markhópur fræðslunefndar eru félagsmenn í FIE og markhópur alþjóðanefndar eru alþjóðlegir samstarfsaðilar og systurfélög FIE. Stjórn félagsins hefur sett þessari nýju nefnd erindisbréf sem er að finna hér á heimasíðunni. Stjórnin hefur jafnframt skipað Auðbjörgu Friðgeirsdóttur sem formann nefndarinnar og mun hún velja aðra nefndarmenn. Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á því að taka þátt í nefndinni er bent á að hafa samband við Auðbjörgu í síma 840 5369.
Ráðstefna um samtímaeftirlit og endurskoðun – 26. maí kl. 8-17.
Háskólinn í Reykjavík, í samvinnu við Rutgers University, heldur alþjóðlega ráðstefnu um samtímaeftirlit og endurskoðun (continuous monitoring and auditing).
Innlendir og erlendir fræðimenn sem og ytri og innri endurskoðendur halda erindi um innihald samtíma eftirlitstækni, strauma og stefnur í samtímaeftirliti, reynslu íslenskra fyrirtækja, samtímaeftirlit í minni fyrirtækjum, samtímaendurskoðun og rauntíma skýrslugerð.
Farið verður yfir aðferðafræðina og tæknina á bak við samtímaeftirlit og samtímaendurskoðun. Ennfremur hvernig notkun samtímaeftirlits getur aukið öryggi, minnkað áhættu, styrkt og einfaldað endurskoðunarferlið og stuðlað að bættum stjórnunarháttum innan fyrirtækja.
Skráning fer fram á vef ráðstefnunnar: www.30wcars.org þar sem ýtarlega dagskrá er einnig að finna.
Endurskoðunardagur FLE 2014
Endurskoðunardagur Félags löggiltra endurskoðena (FLE) verður haldinn á Grand hóteli, föstudaginn 11. apríl kl. 8:30 - 12:30. SKRÁ MIG HÉR. Dagurinn hefst með því að Sturla Jónsson formaður FLE setur ráðstefnuna og að því loknu tekur Jón Rafn Ragnarsson við og fjallar um einföldun á endurskoðun lítilla fyrirtækja. Svo fjallar Úlfar Andri Jónasson um vinnugögn, varðveislu þeirra og upplýsingaöryggi. Þá tekur Diana Hillier við og fjallar um mikilvægi endurskoðunar, þróun mála og áherslur ESB á endurskoðunarmarkaðinum. Að erindi hennar loknu mun Elín Hanna Pétursdóttir tala um ákvörun mikilvægismarka og að endingu horfir Alexander G. Eðvarðsson um öxl þegar hann fjallar um endurskoðun í gamla daga. Endurskoðunardagurinn er öllum opinn og gefur félagsmönnum 4 einingar í endurskoðun. Ráðstefnugjald er kr. 22.000 fyrir félagsmenn FLE, starfsmenn þeirra og félagsmenn FIE en kr. 27.000 fyrir aðra. Hér má sjá nánari dagskrá.