Stjórn FIE samþykkti nýjar starfsreglur stjórnar þann 27. janúar 2021. Endurskoðun á eldri starfsreglunum fólst m.a. í því að bera þær saman við kröfur um stjórnarhætti sem Alþjóðasamtök innri endurskoðanda setja aðildarfélögunum. Hægt er að nálgast starfsreglurnar á heimasíðu félagsins undir ,,Um félagið/skipulag félagsins".
Fyrsti fræðslufundur 2021 verður haldinn mánudaginn 15. febrúar kl. 08:30-10:00
Við höfum fengið Niina Ratsula frá Finnlandi til að halda fyrir okkur erindi um hvaða styrkleikar og áskoranir einkenna viðskiptasiðferði Norðurlandanna. Niina er M.Sc. CIA, CCSA, CRMA, CCEP-I, doktorsnemi, kennari og stofnandi Code of Conduct Company, en starfaði áður hjá Nokia og Kermiar í 12 ár.
Hún mun einnig kynna okkur fyrir niðurstöðum The Nordic Business Ethic Survey.
Hér má nálgast nánari upplýsingar um The Nordic Business Ethics Network.
Athugið að fyrirlesturinn er á ensku.