ESG – Tækifæri fyrir innri endurskoðendur

IIA Svíþjóð býður rafrænt heim!

Ókeypis rafræn málstofa um ESG málefni (2 CPE).

Áherslan á ESG í alþjóðlegu hagkerfi er í örri þróun og fjármálageirinn er skilgreindur sem hvati í umskiptum í átt að sjálfbærara samfélagi, bæði frá umhverfislegum og félagslegum hliðum. ESG býður upp á fjölmörg tækifæri fyrir fjármálageirann en þeim fylgir líka ný áhætta. Reglugerðarumhverfið er að breytast og hættan á grænþvotti hefur aukist, bæði innan ferla og í vöruframboði. Þetta felur í sér tækifæri fyrir innri endurskoðendur til að festa sig í sessi sem „traustur ráðgjafi“ en gefur einnig tækifæri til að takast á við fleiri áskoranir.

Útgáfa CSRD tilskipunarinnar og ESRS/EFRAG staðlanna hafa dregið fram mikilvægi sjálfbærni áhættuþátta, en hefur einnig undirstrikað þær áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir í tengslum við eftirlitsumhverfið og skýrslugerð sem tengist áhættuþættinum.

Efnistök námskeiðs

Markmiðið með þessu vefnámskeiði er að varpa ljósi á nokkur hagnýt atriði og áhættur við upplýsinga- og skýrslugjöf um sjálfbærnimál og kynna raunsæja og hagnýta nálgun byggða á raunverulegum málum.

Dagskrá

  • Útvíkka hugtakið sjálfbærni, innihald og áhættu sem því tengist;
  • Fara yfir væntingar og tækifæri fyrir innri endurskoðun;
  • Fara yfir reglugerðarlandslagið, CSRD tekið á dýptina;
  • Ræða áhættu í tengslum við sjálfbærni eins og grænþvott;
  • Fara yfir hagnýta nálgun á hvernig eigi að meðhöndla sjálfbærni í deild innri endurskoðunar

Leiðbeinendur

Patricia Westerberg
Patricia Westerberg er staðgengill endurskoðanda hjá Danske Bank með tæplega 10 ára reynslu bæði af innri og ytri endurskoðun. Í núverandi hlutverki sínu er hún fyrst og fremst að framkvæma úttektir á sviði ESG sem ná yfir útlánaferli og vörur, eignastýringu og stjórnarhætti. Jafnframt felur hlutverk hennar í sér viðvarandi eftirlit með bæði innri og ytri ESG framtaks og uppfærslum á reglugerðum, til að meta sjálfbærnitengda áhættu í bankanum og tryggja fullnægjandi viðbrögð endurskoðunar við þeim.

Áður starfaði hún hjá Deloitte Svíþjóð sem ytri endurskoðandi þar sem hún endurskoðaði bæði stór alþjóðleg fyrirtæki sem og smærri skráð fyrirtæki og fyrirtæki í einkaeigu, fyrst og fremst innan fjarskipta- og fjármálageirans.

Patricia er með BA gráðu í viðskiptafræði og meistaragráðu í bókhaldi.

Dirk Debruyne
Dirk Debruyne er reyndur forstöðumaður endurskoðunar (CAE) með næstum 30 ára reynslu af innri og ytri endurskoðun. Hann hóf endurskoðunarferil sinn hjá Ernst & Young (EY) í Belgíu og var stjórnandi endurskoðunar stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Síðan 2022 hefur Dirk starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði innri endurskoðunar, sjálfbærni og áhættustýringar og hefur starfað með iðnaðarhópi í endurskoðunarverkefnum á Spáni, Sádi-Arabíu, Noregi og Egyptalandi. Starfsreynsla hans gerir honum kleift að veita raunhæfar lausnir sem eru aðlagaðar þeim vandamálum sem fyrirtæki glíma við. Fyrir IIA í Belgíu útbjó hann námskeiðið: ESG og hlutverk innri endurskoðunar og var aðalhöfundur hvítbókarinnar um þetta efni sem IIABel gaf út árið 2022. Sem fyrirlesari kennir Dirk endurskoðun og áhættustjórnun við viðskiptaháskólann IESEG Frakklandi. Hann er einnig þjálfari fyrir meistaranám innri endurskoðunar hjá Institute of Internal Auditors (IIA) í Belgíu. .

Dirk er með meistaragráðu í bókhaldi, í tölvuendurskoðun og MBA og er með CISA vottun.

Við hlökkum til að fá þig sem gest á vefnámskeiðið okkar og treystum á góð samskipti um þetta líflega málefni!!!!

ATH: eingöngu fyrir meðlimi IIA Svíþjóð og annarra norrænna IIA félaga.

Dagsetning: Miðvikudagur 18. október 2023

Staðsetning: Á vefnum (hlekkur verður sendur til skráðra þátttakenda)

Tímasetning: 7:00 - 9:00 að íslenskum tíma

Verð: 0 ISK

CPE: 2

Skráning fer fram hjá IIA Svíþjóð, hér https://www.theiia.se/utbildningar_aktiviteter/#!educourse=547397.

Morgunverðarfundur FIE 26. september 2023

Næsti morgunverðarfundur FIE verður haldinn þriðjudaginn 26. september kl. 8:15 - 10:00 í húsnæði Kviku banka hf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.

Á fundinum verða haldin tvö erindi.

Gréta Gunnarsdóttir, sérfræðingur í innri endurskoðun hjá Kviku, fjallar um netöryggismál og hvaða spurningum innri endurskoðendur þurfa að fá svarað við úttekt á málefninu.

Björg Ýr Jóhannsdóttir, sérfræðingur í innri endurskoðun hjá Íslandsbanka, fer yfir hvað er framundan í reglugerðarlandslaginu, bæði varðandi gervigreind og DORA.

Umræður í lokin.

Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.

Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir félagsmenn FIE og FLE en kr. 2.000 fyrir aðra.

Mæting á fundinn gefur 2 endurmenntunareiningar.

Skráning fer fram hér.

Róttæk skýrsluskrif

Það er innri endurskoðendum mikilvægt að vera færir pennar til að geta átt skýr samskipti innan sem utan starfseiningar sinnar. Félag um innri endurskoðun kynnir því í samstarfi við IIA Svíþjóð þetta nýja námskeið með Söru I James sem fer fram fyrir hádegi dagana 12. - 13. september (kl. 7:00 - 11:00). Námskeiðið fer fram á ensku. Þetta námskeið er sérlega vinsælt hjá endurskoðunar-, áhættu- og sviksemisteymum, sem og hjá öðrum sem vilja endurmeta núverandi fyrirkomulag skýrsluskrifa sinna. 

Efnistök námskeiðs

Námskeiðið hjálpar þátttakendum að útbúa skýr og sannfærandi skrif með því að yfirfara rökfærslu, orðfæri og eiginlegan tilgang skriflegra samskipta. Þetta námskeið er einstaklega hagnýtt og sniðið að hverjum þátttakanda sem notast við eigin skrif við verkefnavinnu.

Eftir námskeiðið munu þátttakendur geta tjáð sig á skilvirkari hátt gagnvart mismunandi lesendahópum með því að:

  • Fara að rótum eigin hugsana, markmiða og forsendna;
  • Koma auga á slæmar venjur sem gera skrifleg samskipti erfið aflestrar og illskiljanleg; og
  • Nota þekkta aðferðafræði við að koma frá sér skýrum og hnitmiðuðum skrifum.
  • Þátttakendur munu geta skrifað skýrslur sem uppfylla þarfir lesenda eftir að hafa æft:
  • Að greina bæði heildarskipulag skýrslu sem og einstaka þætti hennar til að ná sem mestum árangri; og
  • Fara yfir eigin skrif og annarra á markvissan, skilvirkan og afkastamikinn hátt.

Ítarlegt efni

1. Skýrleiki – kenningin:

  • Tengsl milli skýrrar hugsunar og skýrra skrifa
  • Hversu skilvirk eru núverandi samskipti?
  • Góð skrif og frammistöðutengsl
  • Ráð frá fagaðilum – hversu gagnleg eru þau?

2. Skýrleiki – framkvæmdin: Hvernig getum við sagt það sama í færri orðum?

  • Minnkum orðagjálfrið
  • Virk og óvirk skrif
  • Uppvakningar (hvernig má forðast að sjúga lífið úr setningum)

3. Málfræði, greinarmerki og notkun

  • Hvers vegna skiptir góð málfræði, greinarmerki og notkun þeirra máli?
  • Rökfræði málfræðinnar og lagaleg áhrif illa uppbyggðra setninga

4. Skýrslur

  • Hver er tilgangur skýrslu?
  • Að skipuleggja eigin hugsanir til að ná fram meiri áhrifum
  • Uppbygging góðrar skýrslu
  • Niðurstöður, athugasemdir og tillögur til úrbóta
  • Samantekt

5. Yfirferð og ritstjórn

  • Hvað gerir það að verkum að yfirlestrarferli virkar vel?
  • Hverjar eru skyldur beggja aðila?
  • Ritstjórnarferlið – gagnleg ráð við að fara yfir skýrslur.

Námskeiðsstjóri: Sara I James

Með yfir 30 ára reynslu af kennslu, ritun, útgáfu og fyrirtækjarekstri í Bandaríkjunum og Evrópu veitir Sara þjálfun í skýrslugerð um allan heim í gegnum fyrirtæki sitt Getting Words to Work(™). Hún hefur skrifað fjölda greina um tungumál og skýrslugerð og haldið framsögu á alþjóðlegum ráðstefnum.

Dagsetningar: 12. - 13. september 2023

Staðsetning: Á vefnum í gegnum Zoom

Tímasetning: 7:00 - 11:00 báða dagana

Verð: 70.000 ISK

CPE: 8

Skráning: http://www.fie.is/skraning

Fram þarf að koma nafn og kennitala þátttakanda og netfang sem viðkomandi mun nota til að taka þátt í gegnum Zoom. 

Kennitala greiðanda þarf einnig að fylgja sé hún önnur en hjá þátttakanda.

Námskeiðið fer fram á ensku.

Slóð á námskeið hjá IIA Svíþjóð: https://www.theiia.se/utbildningar_aktiviteter/#!educourse=546674

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com