IIA Svíþjóð heldur vefnámskeiðið 'Critical thinking' þann 23. maí 2024.
Í dag er gagnrýnin hugsun ein mikilvægasta færni sem innri endurskoðendur þurfa að hafa. Hagnýtt námskeið sem nýtist jafnt innri endurskoðendum, sem og sérfræðingum í áhættustýringu og regluvörslu. Fyrirlesari er Sara I. James.
Efnistök námskeiðs
Þátttakendur læra að meta hlutverk gagnrýninnar hugsunar við framkvæmd innri endurskoðunar og á öðrum sviðum staðfestingarvinnu. Gagnrýnin hugsun hjálpar til við að meta gildi gagna til stuðnings niðurstöðu, beita faglegri tortryggni og prófa kenningar til að ná fram traustari og gagnlegri upplýsingum. Um er að ræða gagnvirkt námskeið þar sem notaðar eru dæmisögur og verklegar æfingar til að efla þekkingu og sjálfstraust þátttakenda við að nota þessa færni í störfum sínum.
Að loknu námskeiði munu þátttakendur geta veitt betri áhættumiðaða endurskoðunarþjónustu og ráðgjafaþjónustu með því að:
- Geta greint, safnað og metið nægilegar og áreiðanlegar upplýsingar;
- Koma á framfæri sönnunargögnum og rökstuðningi sem leiða til niðurstaðna endurskoðunar; og
- Aðstoða skipulagsheildina við að bæta eftirlitsþætti byggða á þessum niðurstöðum.
1. Gagnrýnin hugsun: hvað er það?
- Skilgreiningar
- Hefðir
- Tegundir rökhugsunar
- Hindranir við rökhugsun
2. Hvernig getum við beitt gagnrýninni hugsun á öllum stigum verkefnis?
- Skipulag og umfang
- Prófanir, þar á meðal mat á eigindlegum og megindlegum gögnum
- Greina frávik og miðla alvarleikastigi
3. Gagnrýnin hugsun og fyrirtækjamenning
- Skipulagsheild og önnur menningarleg áhrif á tegundir rökhugsunar
- Að bera kennsl á og yfirstíga menningarlegar hindranir
4. Að orða niðurstöður gagnrýninnar hugsunar
- Að skilja forsendur og nálgun annarra
5. Að miðla niðurstöðum greiningar á hlutlægan hátt
Fyrirlesari
Sara I. James
Með meira en 30 ára reynslu af kennslu, ritun, útgáfustarfsemi og skipulagsheildum í Bandaríkjunum og Evrópu veitir Sara þjálfun í skýrslugerð um allan heim í gegnum fyrirtæki sitt, Getting Words to Work ®. Hún hefur skrifað fjölda greina um tungumál og skýrslugerð og verið fyrirlesari á alþjóðlegum ráðstefnum.
Dagsetning og tími
- 23. maí, 2024
- 07:00 - 11:00
Staðsetning
- Vefnámskeið, í gegnum Zoom
- Hlekkur verður sendur nokkrum dögum fyrir námskeiðið.
Verð
- Félagsmenn FIE: kr. 35.000 (ISK)
- Almennt verð: 50.000 (ISK)
Endurmenntunareiningar (CPE)
- 4
Skráning fer fram hér.
Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á vefsíðu IIA Svíþjóð.