Fræðslufundur 20. nóvember 2019

Virðisaukandi aðferðir í innri endurskoðun.


The Internal Audit Ambition Model (IIA) / Agile hugmyndafræði.

Hvernig geta innri endurskoðendur þróað sína nálgun og aðferðafræði til að skila sýnilegu virði, í heimi óvissu og sífellt hraðari breytinga?

Erindi fræðslufundarins eru um The Internal Audit Ambition Model frá IIA og Agile hugmyndafræðina, sem leið til að hjálpa fyrirtækjum að finna nýjar leiðir til að takast á við breytt umhverfi.

Á fundinum mun Ingunn Ólafsdóttir innri endurskoðandi Háskóla Íslands, og formaður Félags um innri endurskoðun fjallar um The Internal Audit Ambition Model frá IIA.

Seinni hluti fundarins verður í umsjón Kristrúnar Önnu Konráðsdóttur, verkefnaráðgjafi hjá VÍS, sem hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki og fyrirtækjum að finna nýjar leiðir til að takast á við breytt umhverfi. Hún nýtir Agile hugmyndafræði til að spegla áskoranir og svara krefjandi spurningum.

Fræðslufundur FIE verður haldinn á Grand hótel Reykjavík - Gallerí
miðvikudaginn 20. nóvember kl. 8:00-10:00.

Verð: 5.500 kr. fyrir félagsmenn og kr. 6.500 fyrir utanfélagsmenn. Innifalinn morgunverður og kaffi.
Tvær endurmenntunareiningar í endurskoðunarflokki.

Skráning er með tölvupósti á fie@fie.is fyrir kl.12 þann 18. nóvember

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com