8. október-11:00 - 13:15
Anthony J. Pugliese forstjóri og framkvæmdastjóri IIA mun halda erindi.
Þann 8. október 1951 þá hittust IIA Danmörk, IIA Noregur og IIA Svíþjóð í Oslo og stofnuðu samtök IIA félaga (í Skandinavíu; IIA Finnland og IIA á Íslandi gengu einhverju síðar til liðs við samtökin. Aðeins ein önnur samtök innri endurskoðenda hafði verið stofnað utan Bandaríkjanna, og eru samtökin næst elstu samtökin í Evrópu. Síðar voru stofnuð félag í hverju landi fyrir sig. Ágúst Hrafnkelsson Innri endurskoðandi Íslandsbanka mun sjá um framlag Íslands.
Að þessu tilefni er öllum meðlimum boðið að taka þátt í 70 ára afmælisfagnaði samtakanna sem verður streymt föstudaginn 8. október milli 11.00-13.15 þar sem þið fáið tækifæri til að hitta nýskipaðan forseta og framkvæmdastjóra IIA Global Anthoni J. Pugliese.
Dagskrá:
13.00-13:10 (11:00-11:10) Formaður IIA í Svíþjóð Michael Sparreskog býður okkur velkomin
13.10-13.45 (11:10-11:45) Fortíð og framtíð - stuttar kynningar frá IIA Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð
13.45-14.15 (11:45-12:15) Framtíð innri endurskoðunar Dr. Rainer Lenz, CAE SAF-HOLLAND Group
14.15-15.15 (12:15-13:15) Hvað er framundan fyrir starfsgreinina og samtökin - IIA President & CEO Anthony Pugliese
Tvær CPE einingar verða veittar fyrir þátttöku en streymið verður í gengum Teams.
Skráning með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.