Aðalfundur félags um innri endurskoðun fór fram 24. maí sl. á veitingastaðnum Héðni. Ingunn Ólafsdóttir fór yfir skýrslu stjórnar og Jón Sigurðsson fór yfir ársreikning félagsins. Kosin var ný stjórn og er Viðar Kárason boðin hjartanlega velkominn í stjórnina. Ingunn Ólafsdóttir lauk sínu síðasta starfsári og er henni þakkað kærlega fyrir frábær störf í þágu félagsins í þau 6 ár sem hún hefur setið í stjórninni.

Stjórnin skipti með sér verkefnum með eftirfarandi hætti: Anna Sif Jónsdóttir, formaður, Jón Sigurðsson, gjaldkeri, Jóhanna María Einarsdóttir, formaður fræðslunefndar, Sigríður Guðmundsdóttir, formaður alþjóða- og staðlanefndar, Viðar Kárason, ritari og Björg Ýr Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi.


Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com