Félag um innri endurskoðun boðar til aðalfundar þriðjudaginn 24. maí 2022 kl. 16-17. Fundurinn fer fram að þessu sinni á veitingastaðnum Héðni, Seljavegi 2, 101 Reykjavík.
Dagskrá aðalfundar:
- Skýrsla um störf félagsins á liðnu ári.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Breytingar á samþykktum.
- Kosning stjórnarmanna.
- Kosning skoðunarmanns annað hvert ár.
- Ákvörðun félagsgjalds.
- Önnur mál.
Stjórnin hvetur félagsmenn til að taka þátt í starfi félagsins. Áhugasamir geta haft samband við stjórn félagsins en einnig er hægt að bjóða sig fram á fundinum.
Að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Með von um að sjá þig á aðalfundinum!
Stjórn FIE