Aðalfundur Félags um innri endurskoðun verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 21. maí 2014 kl. 8:30.

Þrír stjórnarmenn eru að ljúka kjörtímabili sínu og ganga úr stjórn. Félagsmenn sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að halda uppi öflugu starfi hjá félaginu eru hvattir til að bjóða sig fram til stjórnar- og nefndarsetu. Æskilegt er að áhugasamir hafi samband við stjórn fyrir 15. maí nk. til að auðvelda undirbúning kosninga, þótt einnig verði hægt að bjóða sig fram á fundinum. Samkvæmt samþykktum eru formenn fastanefnda kjörnir á aðalfundi, en þeir fá í lið með sér áhugasama félagsmenn til að starfa í nefndunum.

Dagskrá:

1.      Skýrsla um störf félagsins á liðnu ári.
2.      Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
3.      Breytingar á samþykktum. (tillögur um breytingar)
4.      Kosning stjórnar. *)
5.      Kosning formanna nefnda skv. 7. gr.
6.      Kosning endurskoðanda annað hvert ár. *)
7.      Ákvörðun félagsgjalds.
8.      Önnur mál.

*) Athugið að ef tillögur um breytingar á samþykktum félagsins ná fram að ganga breytast heiti þessara dagskrárliða til samræmis við uppfærðar samþykktir.

Boðið verður uppá morgunverð.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com