
Aðalfundur FIE verður haldinn 28. maí 2019 kl. 11-12 í Veröld hús Vigdísar. Að fundi loknum verður boðið upp á léttan hádegismat og umræður um áherslur á komandi starfsári.Vinsamlegast tilkynnið um mætingu (fie@fie.is) vegna áætlunar á veitingum fyrir hádegi mánudaginn 27. maí.
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu ári.
2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
3. Breytingar á samþykktum. (Sjá tillögu að breytingu neðst í þessum pósti)
4. Kosning stjórnarmanna.
5. Kosning formanna nefnda skv. 7. gr.
6. Kosning skoðunarmanns annað hvert ár.
7. Ákvörðun félagsgjalds.
8. Önnur mál.
Stjórnin minnir á að allir geta boðið sig fram til stjórnarsetu og hvetur þig eindregið til að íhuga það. Enn fremur hvetur stjórnin félagsmenn til að gefa kost á sér til starfa í nefndum og faghópum á vegum félagsins. Áhugasamir félagsmenn geta haft samband við stjórn félagsins en einnig er hægt að bjóða sig fram á fundinum.
Stjórn FIE
Tillaga að breytingu á samþykktum sem lögð er fyrir aðalfund
Lagt er til að 1. mgr. 6. gr. samþykktanna verði breytt úr:
„Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi sem haldinn skal í maí ár hvert. Kosningar skulu vera skriflegar sé þess óskað. Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum og skulu þeir skipta með sér verkum. Til að stjórnarfundur sé ákvarðanabær skal meirihluti stjórnarmanna sitja fundinn. Þátttaka í stjórnarfundi í gegnum fjarfundabúnað er heimil. Starf stjórnar skal vera ólaunað en félagið ber kostnað af störfum þeirra. Láti stjórnarmaður af störfum á kjörtímabilinu skal boða til félagsfundar skv. 4. gr. og kjósa mann í stjórn til þess að starfa út kjörtímabil þess sem lét af störfum.“
í
„Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi sem haldinn skal í maí ár hvert. Kosningar skulu vera skriflegar sé þess óskað. Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum og skulu þeir skipta með sér verkum. Til að stjórnarfundur sé ákvarðanabær skal meirihluti stjórnarmanna sitja fundinn. Þátttaka í stjórnarfundi í gegnum fjarfundabúnað er heimil. Starf stjórnar skal vera ólaunað en félagið ber kostnað af störfum þeirra. Láti stjórnarmaður af störfum á kjörtímabilinu skal boða til félagsfundar skv. 5. gr. og kjósa mann í stjórn til þess að starfa út kjörtímabil þess sem lét af störfum.“