Í tilefni af 20 ára afmælis FIE verður innri endurskoðunardagurinn haldinn hátíðlegur í Hörpunni með flottri dagskrá og góðum veitingum.

Dagskrá fundarins hefst með skráningu frá kl: 12.40 en formleg dagskrá hefst kl: 13.00.

Fundarstjóri verður Jón Hreiðar Sigurðsson, stjórnarmaður í FIE. Erindin sem haldin verða koma úr ýmsum áttum, sögu FIE, framtíðarsýn, ESG og "innri" endurskoðun.

  • Auðbjörg Friðgeirsdóttir er ein af fyrstu stofnendum FIE og mun fara yfir sögu félagsins.
  • Sigríður Guðmundsdóttir mun fjalla um þær breytingar sem framundan eru hjá alþjóðasamtökunum tengd stöðlunum og framtíðarsýn IIA.
  • Hildur Flóvenz er ein af sjálfbærnisérfræðingum KPMG og ætlar að ræða ESG og innri endurskoðun.  Við munum fara í umræður eftir erindi Hildar.
  • Í lokin mun Gerður Arinbjarnar fara yfir innri endurskoðun manneskjunnar.

Erindum ráðstefnunnar er áætlað að ljúka um kl: 16.30 en þá tekur við afmælishóf og útnefning heiðursfélaga. Skemmtiatriði og léttar veitingar verða í boði.

Ráðstefnan veitir 3 endurmenntunareiningar.

Verð fyrir félagsmenn 25.000.- kr og fyrir þá sem eru utan félags 30.000.- kr

Skráning er hafin hér 

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com