Afsláttur af CIA umsóknar- og prófgjaldi, námsefni í mars 2019

Í mars fella alþjóðasamtökin (IIA) niður umsóknargjald til CIA vottunar en gjaldið er alla jafna $115 fyrir félagsmenn og $230 fyrir umsækjendur utan félags. Að auki veita alþjóðasamtökin 25% afslátt af undirbúningsefni fyrir CIA prófin allan marsmánuð. Um síðustu áramót voru CIA prófin uppfærð og eiga þau nú að endurspegla betur alþjóðlega starfshætti innri endurskoðunar. Jafnvægi milli prófanna þriggja hefur einnig verið aukið auk þess sem þau eiga að samræmast betur alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. CIA vottun staðfestir að handhafi hafi hæfni og fagmennsku á sviði innri endurskoðunar og eykur traust og trúverðugleika gagnvart hagsmunaaðilum.

Frekari upplýsingar frá alþjóðasamtökunum um mars tilboðið má finna hér: https://global.theiia.org/certification/Pages/Drive-Your-Career-Forward-as-a-Certified-Internal-Auditor.aspx

Auk þess býðst félagsmönnum nú að kaupa námsefni fyrir CIA prófin frá alþjóðasamtökunum með þónokkrum afslætti í gegnum FIE en námsefni eins prófs á rafrænu formi er nú fáanlegt á $165 og námsefni fyrir öll þrjú á $450. Til samanburðar er fullt verð $795. Ef félagsmenn vilja að auki pappírseintak kostar námefni eins prófs $40 aukalega og $100 fyrir öll þrjú. Athugið að þessi verð eru án sendingarkostnaðar. Áhugasamir sendi tölvupóst á fie@fie.is til að fá frekari upplýsingar.

Stjórn FIE hvetur alla félagsmenn til að kynna sér CIA vottun og bendir m.a. á heimasíðu félagsins, sjá hér: https://fie.is/faggilding/cia-vottun/

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com