Í júlí n.k. mun IIA halda árlega alþjóðaráðstefnu sína (International Conference) í London. Alþjóðaráðstefnur IIA eru stærstu viðburðir sem haldnir eru á vegum samtakanna ár hvert. Mjög fróðlegt getur verið að sækja slíkar ráðstefnur. Við viljum benda félagsmönnum á að í ár er staðsetning ráðstefnunnar sérstaklega hagstæð fyrir félagsmenn FIE því tiltölulega stutt er að fara fyrir okkur á ráðstefnuna í ár þar sem hún verður haldin í London. Nánari upplýsingar um alþjóðaráðstefnuna má finna á heimasíðu ráðstefnunnar: http://ic.globaliia.org
- Morgunverðarfundur 29. janúar 2014
- Fréttabréf FIE – Janúar 2014