Félag um innri endurskoðun var stofnað árið 2003 og er faglegur samstarfsvettvangur þeirra sem starfa við innri endurskoðun og skyld störf á Íslandi. Félagið er aðili að alþjóðasamtökum innri endurskoðenda, The Institute of Internal Auditors.

Alþjóðasamtök innri endurskoðenda (IIA) hafa um árabil þróað og gefið út margs konar leiðbeiningar og fræðsluefni varðandi faglega framkvæmd innri endurskoðunar. Hornsteinn þessa efnis eru skilgreining á innri endurskoðun, alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun og siðareglur innri endurskoðenda. Fjármálaeftirlitið hefur í leiðbeinandi tilmælum sínum vísað til staðlanna varðandi góða framkvæmd við innri endurskoðun, líkt og Basel-nefndin um bankaeftirlit gerir í sínum tilmælum varðandi framkvæmd innri endurskoðunar.

Félag um innri endurskoðun hefur staðið fyrir þýðingu alþjóðlegu staðlanna, skilgreiningarinnar og siðareglum innri endurskoðenda. Með útkomu þýðingarinnar eykst notagildi staðlanna hér á landi, þar sem auðveldara verður fyrir marga félagsmenn að kynna sér þá á íslensku og vitna til þeirra í ræðu og riti. Íslenska þýðingin er aðgengileg hérna á vefsíðu félagins www.fie.is og á vefsíðu alþjóðasamtakanna www.global.theiia.org.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com