Næsti morgunverðarfundur félagsins verður haldinn í Víkingssal Hótel Natura (gamla Hótel Loftleiðir). Efni fundarins er: „Tölvu- og upplýsingaöryggi ásamt öryggi tækja IoT“ Tveir sérfræðingar fjalla um efnið, hvor með sína nálgun. Björn Símonarson, sérfræðingur í tölvuöryggismálum hjá Syndis sem er leiðandi fyrirtæki með sérhæfingu í tölvuöryggismálum. Björn er menntaður rafmagnstæknifræðingur með margra ára reynslu af kerfisrekstri á loftvarnarkerfi og hernaðarfjarskiptum.
Author: albert
Boðun aðalfundar FIE 25 maí 2016
Hér með boðar stjórn Félags um innri endurskoðun til aðalfundar miðvikudaginn 25. maí 2016, kl. 10-11. Fundurinn verður haldinn í Víkingasal Hótel Natura (gamla Hótel Loftleiðir). Fyrir fundinn mun fræðslunefnd FIE halda síðasta morgunverðarfund vetrarins. Tölvupóstur með nánari upplýsingum um hann verður sendur innan tíðar. Stjórnin minnir á að allir geta boðið sig fram til stjórnarsetu og hvetur þig eindregið til að íhuga
Ráðstefna um gildi innri endurskoðunar 5. apríl Hótel Reykjavík Natura

Góðir stjórnarhættir, áhættustýring og virkt innra eftirlit eru nauðsynlegir þættir til að ná árangri og stuðla að rekstrarhæfi fyrirtækja til framtíðar. Innri endurskoðun er ætlað að viðhalda og auka virði rekstrar með áhættumiðaðri hlutlausri staðfestingu, ráðgjöf og innsýn á því hvernig staðið er að þessum málaflokkum í daglegum rekstri. Þriðjudaginn 5. apríl nk. mun Félag um innri endurskoðun (FIE) halda
Innri endurskoðunardagurinn 18 mars 2016
Skoðanakönnun IIA vegna tillagna um breytingar á stöðlum
Félagsmenn FIE eru hvattir til þess að taka þátt í vinnu IIA um endurskoðun IPPF staðlanna. Taka má þátt í könnuninni með því að smella hér.
Dagskrá og auglýsing Innri endurskoðunardagsins 2016
Innri endurskoðunardagurinn 2016 verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 18. mars næstkomandi á Grand Hótel Reykjavík. Sjá auglýsingu