Vefnámskeið á vegum IIA Noregi: Kynning á gervigreind fyrir innri endurskoðendur – 16. janúar 2025

Vefnámskeið: Kynning á gervigreind fyrir innri endurskoðendur

IIA Noregi heldur vefnámskeið á Teams
þann 16. janúar 2025
kl. 8:00 – 15:00 (9:00 - 16:00 að norskum tíma)

Vefnámskeið sniðið að innri endurskoðendum sem vilja kynna sér notkun skapandi gervigreindar við störf í innri endurskoðun. Farið verður yfir faglegar áskoranir, algeng mistök og hugsanlegan ávinning af notkun gervigreindar og hvernig megi þróa gervigreindarstefnu og útbúa gervigreindarlíkön með ChatGPT, Google Gemini og Microsoft Co-Pilot.

Fyrirlesari: Stephen Foster
Meira um Stephen Foster
Stephen Foster á LinkedIn

Efnistök námskeiðs

  • Hvað er gervigreind og hvers vegna núna?
  • Skapandi gervigreind í tæknilandslagi innri endurskoðunar
  • Skapandi gervigreind: Möguleikar og takmarkanir
  • Samspil gervigreindar og innri endurskoðunar
  • Notkun skapandi gervigreindar í innri endurskoðun til að auka áhrif og framleiðni
  • Ítarleg skoðun á sérstökum notkunartilvikum gervigreindar og niðurstöðum þeirra

Verð: 50.000 kr. fyrir félagsmenn FIE og FLE
60.000 kr. fyrir aðra

Endurmenntunareiningar: 7 CPE

Skráning opin dagana 13. - 27. nóvember 2024 í gegnum skráningarsíðu FIE.

Nánari upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu IIA Noregi.

Vefnámskeið – Siðareglur innri og ytri endurskoðanda

Endurmenntun Háskóla Íslands heldur vefnámskeið þann 11. desember 2024 um siðareglur fyrir innri og ytri endurskoðendur

Nú liggur fyrir að innleiða nýja staðla Alþjóðasamtaka innri endurskoðanda þar sem siðareglur eru nú samþættar við aðra staðla. Sambærileg breyting hefur átt sér stað í siðareglum ytri endurskoðanda. Á sama tíma eru að koma fram nýjar kröfur til stjórnarhátta stærri skipulagsheilda sem munu hafa áhrif á störf endurskoðenda.  

Hvaða áhrif mun ný ákvæði í siðareglum endurskoðenda, aukin áhersla á sjálfbærnismál og aukin áhersla á hlutverk endurskoðunarnefnda hafa störf endurskoðenda í framtíðinni?

Á námskeiðinu munum við leitast við að svara þessum spurningum. Einnig verður farið yfir raunhæf dæmi m.a. í ljósi aðstæðna hér á landi og erlendis og umræðum um viðskiptasiðferði.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Félag um innri endurskoðun.

Fyrirlesarar: 
Sigurjón G. Geirsson, innri endurskoðandi HÍ og
Ásgeir B. Torfason, doktor í fjármálum og kennari í viðskiptasiðfræði.

Staður og stund:
Fer fram á ZOOM þann 11. desember 2024, kl.9:00 - 11:00

Verð:
21.900, en með afsláttarkóða fæst 20% afsláttur (Sent félagsmönnum FIE þann 8. nóvember 2024).
Almennt verð 21.900 kr.

Endurmenntunareiningar: 2 CPE (á sviði siðfræði).

Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu EHÍ.

Vefnámskeið – Rótargreining í innri endurskoðun og vinnuáætlunum

Vefnámskeið á ensku á vegum IIA Noregi

Fer fram þann 18. nóvember 2024
kl. 8:00 - 15:30 (9:00 - 16:30 að norskum tíma).

Fyrirlesari: James C. Paterson

Um námskeiðið

Nýir alheimsstaðlar um innri endurskoðun krefjast þess að innri endurskoðendur innleiði ferli fyrir rótargreiningu (e. RCA) sem hluta af skjalfestri endurskoðunaraðferð. Einnig að fram fari skýrslugjöf um slíkar starfsvenjur og undirrót vandamála til stjórnar/endurskoðunarnefndar og æðstu stjórnenda.

Þetta námskeið er eins dags kynning á RCA og samantekt á grundvallaratriðum RCA:

  • a) Munurinn á milli tafarlausra, afleiddra og rótar orsakavalda
  • b) Hvers vegna það getur ekki verið til neitt sem heitir ein undirrót
  • c) Hvernig á að takast á við spurninguna um sök (með því að nota Just Culture framework).

Verð: 50.000 fyrir félagsmenn FIE og FLE
60.000 fyrir aðra

Endurmenntunareiningar: 7 CPE

Skráning opin dagana 1. - 7. nóv. í gegnum skráningarsíðu FIE.

Nánari upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu IIA Noregi.

Vefnámskeið – Endurskoðun sjálfbærniþátta: Stefnumótandi yfirlit

Endurskoðun sjálfbærniþátta á vegum IIA Noregi

Námskeið um hvar skuli byrja þegar staðfestingar á skilvirkni stjórnahátta, félagslegra þátta og umhverfisþátta er óskað. Helstu hagsmunaaðilar innri endurskoðunar krefjast þess að skýrslugjöf gefi innsýn í málefnin og innihaldi ákveðið forspárgildi um hvert stefnir. Námskeiðið fjallar um hvernig hægt er að veita faglega staðfestingu á þessum mikilvægu viðfangsefnum og gefa stjórn þá innsýn sem þörf er á. Farið er yfir hvernig innri endurskoðun getur hjálpað til við að tengja saman punktana og teikna upp heildræna mynd sjálfbærniáhættu sem staðið er frammi fyrir og draga fram hvað þurfi að gera til að langtímamarkmið í rekstri nái fram að ganga á sama tíma og sjálfbærniáhætta er meðhöndluð á fullnægjandi hátt.

Efnistök námskeiðs

Umhverfismál

Yfirferð á mikilvægum þáttum umhverfismála, svo sem:

  • Loftlagsbreytingar
  • Úrgangur og mengun
  • Eyðing auðlinda
  • Losun gróðurhúsalofttegunda
  • Eyðing skóga

Félagslegir þættir

Yfirferð á mikilvægum félagslegum þáttum, svo sem:

  • Helgun og þátttaka starfsfólks
  • Samskipti starfsfólks og fjölbreytileiki
  • Vinnuaðstaða
  • Nærsamfélagið
  • Heilsa, öryggi og vellíðan

Stjórnarhættir

Yfirferð á mikilvægum þáttum stjórnarhátta, svo sem:

  • Helstu áskoranir í stjórnskipulagi
  • Uppbygging stjórnar og fjölbreytni meðlima hennar 
  • Þóknun og starfskjör stjórnenda 
  • Svik, mútur og spilling

Hugað verður að markmiðum og áskorunum / undirliggjandi áhættum við að ná þeim, bæði ógnunum og tækifærum og staðfestingarþörf stjórnar á hverju þessara sviða. Námskeiðið inniheldur fyrirlestur leiðbeinanda, hagnýt dæmi og umræður, auk sértækra æfinga til að styrkja þátttakendur í að ná tölum á viðfangsefninu og byggja á núverandi þekkingu.

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað þann 4. nóvember 2024
kl. 8:00 - 15:00 (9:00 - 16:00 að norskum tíma).

Fyrirlesari: John Chesshire (CFIIA, QIAL, CRMA, CIA, CISA)

Verð: 50.000 ISK fyrir félagsmenn FIE og FLE
60.000 ISK fyrir aðra

Endurmenntunareiningar: 7 CPE

Skráning opin dagana 16. - 30. okt. í gegnum skráningarsíðu FIE.

Nánari upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu IIA Noregi.

Vefnámskeið – Undirbúningur fyrir ytra gæðamat

Vefnámskeið á vegum IIA Noregi: Undirbúningur fyrir ytra gæðamat

IIA Noregi heldur vefnámskeið á Zoom
þann 21. október 2024
kl. 7:00 – 14:30 (9:00 - 16:30 að norskum tíma)

Vinnustofa um undirbúning fyrir ytra gæðamat (e. EQA) með áherslu á fylgni við nýja heimsstaðla um innri endurskoðun. Vel heppnaður undirbúningur fyrir ytra gæðamat getur stuðlað að auknum afköstum og árangri hjá innri endurskoðunarteyminu. Farið verður yfir raunveruleg dæmi um ytra gæðamat sem hægt er að nýta til að byggja upp traust á milli lykilþátttakenda í matinu í stað þess að grafa undan því.

Að loknu námskeiði munu þátttakendur:

  • skilja hvernig ferli ytra gæðamats virkar
  • geta valið staðfestingaraðila fyrir ytra gæðamat og vita hvað ber að varast
  • vita um algengustu athugasemdir sem fram koma í ytra gæðamati og vita af nýjum atriðum sem líklegt er að verði áskorun í ljósi nýrra heimsstaðla
  • skilja góða starfshætti í kringum stöðuga gæða- og umbótavinnu (e. QAIP) og hvernig á að nýta hana til að fá viðurkenningu á starfi innri endurskoðunardeildarinnar
  • geta metið stöðu eigin innri endurskoðunarteymis og skilgreint forgangsverkefni til frekari umbóta í starfi

Fyrirlesari: James C. Paterson
James á LinkedIn
James er félagsmönnum FIE að góðu kunnur. Hann er fyrrverandi yfirmaður endurskoðunardeildar hjá AstraZeneca PLC og hefur starfað við ráðgjöf og þjálfun undanfarin 10 ár fyrir IIA í Belgíu, Finnlandi, Lúxemborg, Hollandi, Noregi, Sviss og Bretlandi.

Hann er höfundur bókanna „Lean Auditing“ og "Beyond the Five Whys" og hefur talað á þremur alþjóðaráðstefnum IIA og einnig ráðstefnu ECIIA. Hann var einnig þátttakandi í teymi á vegum IIA sem vann að þróun starfsleiðbeininga fyrir innri endurskoðunaráætlanir.

Verð: 50.000 fyrir félagsmenn FIE og FLE
60.000 fyrir aðra

Endurmenntunareiningar: 7 CPE

Skráning opin dagana 7. - 16. okt. '24 í gegnum skráningarsíðu FIE. UPPSELT

Nánari upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu IIA Noregi.

Vefnámskeið – AI for IA

Vefnámskeið á vegum IIA Noregi: Kynning á gervigreind fyrir innri endurskoðendur

IIA Noregi heldur vefnámskeið á Teams
þann 4. desember 2024
kl. 8:00 – 15:00 (9:00 - 16:00 að norskum tíma)

Vefnámskeið sniðið að innri endurskoðendum sem vilja kynna sér notkun skapandi gervigreindar við störf í innri endurskoðun. Farið verður yfir faglegar áskoranir, algeng mistök og hugsanlegan ávinning af notkun gervigreindar og hvernig megi þróa gervigreindarstefnu og útbúa gervigreindarlíkön með ChatGPT, Google Gemini og Microsoft Co-Pilot.

Fyrirlesari: Stephen Foster
Meira um Stephen Foster
Stephen Foster á LinkedIn

Efnistök námskeiðs

  • Hvað er gervigreind og hvers vegna núna?
  • Skapandi gervigreind í tæknilandslagi innri endurskoðunar
  • Skapandi gervigreind: Möguleikar og takmarkanir
  • Samspil gervigreindar og innri endurskoðunar
  • Notkun skapandi gervigreindar í innri endurskoðun til að auka áhrif og framleiðni
  • Ítarleg skoðun á sérstökum notkunartilvikum gervigreindar og niðurstöðum þeirra

Verð: 50.000 kr. fyrir félagsmenn FIE og FLE
60.000 kr. fyrir aðra

Endurmenntunareiningar: 7 CPE

Skráning opin dagana 2. - 7. október 2024 í gegnum skráningarsíðu FIE.

Nánari upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu IIA Noregi.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com