Governance – Risk – Compliance ráðstefna

IIA Svíþjóð heldur GRC ráðstefnu í Stokkhólmi, Svíþjóð dagana 10. - 11. apríl 2024.

ATH. Ráðstefnan fer ekki fram rafrænt.

Dagskrá námskeiðs

Á ráðstefnunni verður boðið upp á þrjá strauma. Fyrirlestrar eru í boði á ensku og sænsku innan þeirra allra, sjá nánar um dagskrána hér.

 • Straumur 1: Efst á baugi í GRC
 • Straumur 2: Forysta & samskipti
 • Straumur 3: Sjálfbærni (ESG) & siðfræði

Verð og dagsetningar

Verð eru í sænskum krónum (SEK).

 • 10. apríl eingöngu: 7.500 SEK (8 CPE)
 • 11. apríl eingöngu: 6.500 SEK (6 CPE)
 • 10. og 11. apríl: 12.000 SEK (14 CPE)

ATH. að þetta er afsláttarverð sem býðst félagsmönnum FIE fram til 14. febrúar 2024.

Upplýsingar um hvernig virkja beri afsláttinn voru sendar út í tölvupósti þann 31. janúar 2024.

Nánari upplýsingar og skráning hjá IIA Svíþjóð hér.

Morgunverðarfundur FIE 1. febrúar 2024

Næsti morgunverðarfundur FIE verður haldinn fimmtudaginn 1. febrúar kl. 8:00 - 10:00 í húsnæði KPMG, Borgartúni 27, 105 Reykjavík.

Sigríður Guðmundsdóttir (CIA) stjórnarmeðlimur FIE, leiðir kynningu og umræður um nýju staðlana sem IIA gaf út í janúar 2024.

Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.

Þátttökugjald er kr. 0 (núll) fyrir félagsmenn FIE og FLE en kr. 2.000 fyrir aðra.

Mæting á fundinn gefur 2 endurmenntunareiningar.

Skráning fer fram hér.

Siðareglur og endurskoðendur

Netnámskeið á Zoom 12. desember nk.

Minnt er á námskeið á vegum EHÍ í samstarfi við FIE um siðareglur og endurskoðendur. Námskeiðið gefur 2 endurmenntunareiningar á sviði siðareglna (e. ethics).

Kennarar:

Sigurjón G. Geirsson, endurskoðandi og innri endurskoðandi HÍ og

Vilhjálmur Árnason, prófessor emeritus í heimspeki.

Félagsmenn FIE fá 20% afslátt með því að gefa upp kóða sem sendur var út með síðasta netpósti.

Skráning fer fram hjá EHÍ: https://endurmenntun.is/namskeid/143H23

Netnámskeið: Gagnagreining og gagnameðhöndlun (Excel)

Í samstarfi við IIA Svíþjóð.

Stafræn vegferð fyrirtækja og stofnana kallar á að innri endurskoðendur endurskoði sína nálgun þegar kemur að gagnagreiningu og -úrvinnslu. Þetta námskeið sýnir hvernig á að fá sem mest út úr Excel hugbúnaðinum við gagnagreiningar. Námskeiðið er sniðið að nýliðum og óreyndum á þessu sviði, kenndar verða aðferðir við að flýta fyrir sér við gagnavinnslu, sér í lagi við gagnaendurskoðun.

Skráning hér.

Hverjir ættu að mæta?

Þetta námskeið er opið öllum sem vilja nýta Excel til að gera prófanir á gögnum við innri endurskoðun. Námskeiðið er „hands-on“ sem þýðir að hver þátttakandi verður að vera með fartölvu sem er með uppsetta útgáfu af Microsoft Office 2014 eða nýrri. Sérhver þátttakandi verður einnig að tryggja að viðkomandi hafi heimild til að nota vinnugögn (sem samanstanda af t.d. Excel, .pdf, .txt og Access skrám sem veittar eru á eða fyrir námskeiðið) og hafi aðgang að öllum stöðluðum aðgerðum Microsoft Excel hugbúnaðarins. Mælt er með því að nota mús fyrir sumar æfingar þar sem ekki er hægt að nálgast suma eiginleika innan Microsoft Office í gegnum snertiborð.

Hvað munu þátttakendur læra?

Að námskeiði loknu munu þátttakendur geta:

 • Athugað allt að 100% af þeim gögnum sem eru tiltæk rafrænt;
 • Unnið á hagkvæman hátt með mikilvægum kerfishlutum Office hugbúnaðar; og
 • Greint og meðhöndlað gögn til að styðja niðurstöður gagnaendurskoðunar.

Námskeiðinu fylgir handbók með myndum og texta, upplýsingum um flýtilykla og aðrar hraðaaðferðir, og enn fremur fylgja gagnasett til að nota á námskeiðinu og nýta til frekari tilrauna og æfinga.

Dagskrá námskeiðs

Gagnagreining og -meðhöndlun – vinna beint með Excel

 • Athuga heilleika gagna – finna algengar villuuppsprettur
 • Fordæmaskoðun og stækkun formúla
 • Upptaka fjölva (macróa)
 • Endurútreikningar og sýndarútreikningar – lykil endurskoðunaratriði
 • Flýtivísar og hraðalyklar – hvernig á að nota þá
 • Leit og staðsetning í gagnasetti
 • Excel tölfræði - hvernig á að virkja
 • Sérsniðin síun
 • Lagskipting gagna
 • Pivot töflur (snúningstöflur), Pivot síur, Pivot gröf og Slicers
 • Útbúa endurskoðunarvinnublað með gagnagreiningum út frá Pivot töflum
 • Skilyrt snið út frá reglu
 • Flókin flokkun gagnasetts

Gagnainnflutningur og -vinnsla

 • Gagnainnflutningur í Excel úr texta, töflum, sérgagnagrunnum og ytri vefsíðum
 • Gagnainnflutningur og gagnaumbreyting með Power Query Editor
 • Gagnainnflutningur í gegnum MSQRY
 • Gagnatengingar, gagnasamruni og gagnaumbreyting
 • Gagnatengingar og óljós gagnasamruni
 • Samskipti við gagnaveitur til að endurnýja og endurnýta gögn

Gagnagrafík

 • Búa til mælaborð með Excel
 • Að búa til mælaborð með því að nota frístandandi vörur eins og Power BI og Tableau
 • Fella inn töflur og myndir í skýrslurnar þínar

Dagsetning og tími

 1. nóvember 2023 kl. 08:00 - 16:00 (kl. 09:00 - 17:00 að sænskum tíma)

Kynnt af: Mindgrove Ltd
Kennari: Stan Dormer

Lengd: einn dagur

Staður: Á netinu, í gegnum Teams.
Upplýsingar verða sendar þátttakendum fyrir námskeiðið.


Verð: 70.000 ISK
Endurmenntunareiningar (CPE): 8

Skráning á námskeiðið fer fram hér.

Nánar um námskeiðið á vefsíðu IIA Svíþjóð: https://www.theiia.se/utbildningar_aktiviteter/#!educourse=546042

ESG – Tækifæri fyrir innri endurskoðendur

IIA Svíþjóð býður rafrænt heim!

Ókeypis rafræn málstofa um ESG málefni (2 CPE).

Áherslan á ESG í alþjóðlegu hagkerfi er í örri þróun og fjármálageirinn er skilgreindur sem hvati í umskiptum í átt að sjálfbærara samfélagi, bæði frá umhverfislegum og félagslegum hliðum. ESG býður upp á fjölmörg tækifæri fyrir fjármálageirann en þeim fylgir líka ný áhætta. Reglugerðarumhverfið er að breytast og hættan á grænþvotti hefur aukist, bæði innan ferla og í vöruframboði. Þetta felur í sér tækifæri fyrir innri endurskoðendur til að festa sig í sessi sem „traustur ráðgjafi“ en gefur einnig tækifæri til að takast á við fleiri áskoranir.

Útgáfa CSRD tilskipunarinnar og ESRS/EFRAG staðlanna hafa dregið fram mikilvægi sjálfbærni áhættuþátta, en hefur einnig undirstrikað þær áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir í tengslum við eftirlitsumhverfið og skýrslugerð sem tengist áhættuþættinum.

Efnistök námskeiðs

Markmiðið með þessu vefnámskeiði er að varpa ljósi á nokkur hagnýt atriði og áhættur við upplýsinga- og skýrslugjöf um sjálfbærnimál og kynna raunsæja og hagnýta nálgun byggða á raunverulegum málum.

Dagskrá

 • Útvíkka hugtakið sjálfbærni, innihald og áhættu sem því tengist;
 • Fara yfir væntingar og tækifæri fyrir innri endurskoðun;
 • Fara yfir reglugerðarlandslagið, CSRD tekið á dýptina;
 • Ræða áhættu í tengslum við sjálfbærni eins og grænþvott;
 • Fara yfir hagnýta nálgun á hvernig eigi að meðhöndla sjálfbærni í deild innri endurskoðunar

Leiðbeinendur

Patricia Westerberg
Patricia Westerberg er staðgengill endurskoðanda hjá Danske Bank með tæplega 10 ára reynslu bæði af innri og ytri endurskoðun. Í núverandi hlutverki sínu er hún fyrst og fremst að framkvæma úttektir á sviði ESG sem ná yfir útlánaferli og vörur, eignastýringu og stjórnarhætti. Jafnframt felur hlutverk hennar í sér viðvarandi eftirlit með bæði innri og ytri ESG framtaks og uppfærslum á reglugerðum, til að meta sjálfbærnitengda áhættu í bankanum og tryggja fullnægjandi viðbrögð endurskoðunar við þeim.

Áður starfaði hún hjá Deloitte Svíþjóð sem ytri endurskoðandi þar sem hún endurskoðaði bæði stór alþjóðleg fyrirtæki sem og smærri skráð fyrirtæki og fyrirtæki í einkaeigu, fyrst og fremst innan fjarskipta- og fjármálageirans.

Patricia er með BA gráðu í viðskiptafræði og meistaragráðu í bókhaldi.

Dirk Debruyne
Dirk Debruyne er reyndur forstöðumaður endurskoðunar (CAE) með næstum 30 ára reynslu af innri og ytri endurskoðun. Hann hóf endurskoðunarferil sinn hjá Ernst & Young (EY) í Belgíu og var stjórnandi endurskoðunar stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Síðan 2022 hefur Dirk starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði innri endurskoðunar, sjálfbærni og áhættustýringar og hefur starfað með iðnaðarhópi í endurskoðunarverkefnum á Spáni, Sádi-Arabíu, Noregi og Egyptalandi. Starfsreynsla hans gerir honum kleift að veita raunhæfar lausnir sem eru aðlagaðar þeim vandamálum sem fyrirtæki glíma við. Fyrir IIA í Belgíu útbjó hann námskeiðið: ESG og hlutverk innri endurskoðunar og var aðalhöfundur hvítbókarinnar um þetta efni sem IIABel gaf út árið 2022. Sem fyrirlesari kennir Dirk endurskoðun og áhættustjórnun við viðskiptaháskólann IESEG Frakklandi. Hann er einnig þjálfari fyrir meistaranám innri endurskoðunar hjá Institute of Internal Auditors (IIA) í Belgíu. .

Dirk er með meistaragráðu í bókhaldi, í tölvuendurskoðun og MBA og er með CISA vottun.

Við hlökkum til að fá þig sem gest á vefnámskeiðið okkar og treystum á góð samskipti um þetta líflega málefni!!!!

ATH: eingöngu fyrir meðlimi IIA Svíþjóð og annarra norrænna IIA félaga.

Dagsetning: Miðvikudagur 18. október 2023

Staðsetning: Á vefnum (hlekkur verður sendur til skráðra þátttakenda)

Tímasetning: 7:00 - 9:00 að íslenskum tíma

Verð: 0 ISK

CPE: 2

Skráning fer fram hjá IIA Svíþjóð, hér https://www.theiia.se/utbildningar_aktiviteter/#!educourse=547397.

Morgunverðarfundur FIE 26. september 2023

Næsti morgunverðarfundur FIE verður haldinn þriðjudaginn 26. september kl. 8:15 - 10:00 í húsnæði Kviku banka hf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.

Á fundinum verða haldin tvö erindi.

Gréta Gunnarsdóttir, sérfræðingur í innri endurskoðun hjá Kviku, fjallar um netöryggismál og hvaða spurningum innri endurskoðendur þurfa að fá svarað við úttekt á málefninu.

Björg Ýr Jóhannsdóttir, sérfræðingur í innri endurskoðun hjá Íslandsbanka, fer yfir hvað er framundan í reglugerðarlandslaginu, bæði varðandi gervigreind og DORA.

Umræður í lokin.

Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.

Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir félagsmenn FIE og FLE en kr. 2.000 fyrir aðra.

Mæting á fundinn gefur 2 endurmenntunareiningar.

Skráning fer fram hér.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com