Faggilding er mikilvæg

Félag um innri endurskoðun er aðili að alþjóðasamtökum innri endurskoðenda (IIA). Þessi alþjóðasamtök standa fyrir alþjóðlegum prófum sem eru metin sem faggilding innri endurskoðenda hér á landi. Prófgráða þessi heitir á frummálinu Certified Internal Auditor og er alþjóðlega viðurkennd sem prófgráða í innri endurskoðun alls staðar í heiminum.  Nánari upplýsingar um prófgráðu þessa sem og þau sérhæfingarpróf sem hægt er að ljúka að auki er að finna á vefsíðu félagsins.

Hvers vegna að ljúka faggildingu

Helstu ástæður þess er að faggilding skiptir miklu máli varðandi starfsmöguleika innan innri endurskoðunar. Það að ljúka viðurkenndu alþjóðlegu prófi á þessu sviði gefur viðkomandi einnig möguleika á að vinna erlendis við innri endurskoðun sé áhugi fyrir slíku. Í lögum um opinber fjármál er að finna ákvæði varðandi mikilvægi fagmenntunar á sviði Innri endurskoðunar og þá sérstaklega notkun á alþjóðlegum stöðlum fyrir Innri endurskoðun (IPPF).

Þegar þessi lagaákvæði og reglugerð þeim tengd koma til framkvæmda , þá má búast við að faggilding sem innri endurskoðandi(CIA) verði afgerandi þáttur í hæfismati fyrir störf hjá hinum opinbera er framm í sækir.

Af þessum sökum vill stjórn félagsins hvetja félagsmenn til þess að kynna sér faggildingu sem og þau námsgögn sem eru í boði frá IIA.

CIA-banner-NA

Innri endurskoðunardagurinn 23 mars 2018 – Dagskrá og skráning

Á ráðstefnunni verður fjallað um ávinning af störfum innri endurskoðunar að mati hagsmunaaðila. Þá verður farið yfir stöðu og skipulag innri endurskoðunar hjá hinu opinbera á Íslandi og Norðurlöndunum og hvað þurfi að huga að við setningu reglugerðar til að stuðla að því að innri endurskoðun innan ríkisrekstrar nái markmiðum sínum.

Athugið að það þarf að skrá sig á viðburðinn. SKRÁNING HÉR

 

Global Council 2018

Meira en 150 þáttakendur frá 80 aðildarfélögum ásamt framkvæmdastjórn IIA og stjórnendum aðildarfélaga og starfsmönnum IIA Global komu saman í Panama borg, Panama, fyrir 2018 Global Council. Fulltrúar tóku þátt í umræðum um margvísleg efni þ.m.t 2019–23 Global Strategic Plan, tvær leiðir til hlítni við staðlanna (Standards conformance) og virði alþjóðlegra vottanna. Hér að neðan er slóð á fyrirlestra og efni þessarar ráðstefnu.

Smellið hér til að sjá fyrirlestra

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com