Aðalfundur 2021

Á aðalfundi FIE þann 28. maí 2021 voru samþykktar breytingar á samþykktum félagsins og var ný stjórn kosin í samræmi við þær. Meðal breytinga eru að nú sitja sex manns í stjórn og eru formenn fræðslunefndar og alþjóða- og staðlanefndar stjórnarmenn.

Stjórnin skipti með sér verkefum með eftirfarandi hætti: Ingunn Ólafsdóttir, formaður, Jón Sigurðsson, gjaldkeri, Jóhanna María Einarsdóttir, formaður fræðslunefndar, Sigríður Guðmundsdóttir, formaður alþjóða- og staðlanefndar, Anna Sif Jónsdóttir, ritari og Björg Ýr Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi.

Er ekki kominn tími?

Í dag birtist grein í Fréttablaðinu eftir Ingunni Ólafsdóttur formann félagsins þar sem minnt er á 65. gr. laga um opinber fjármál sem kveður á um innri endurskoðun hjá ríkisstofnunum. Þetta ákvæði hefur ekki enn komið til framkvæmda nú fimm árum eftir gildistöku laganna. Er ekki kominn tími til að ljúka við innleiðingu þeirra?

Fræðslukönnun 2020

Fræðslukönnun 2020

Fræðslukönnunin lauk í síðustu viku og tóku 54% félagsmanna þátt í henni. Helstu niðurstöður eru að félagsmenn gefa starfsemi félagsins tæplega 78 stig af 100 stigum sem er sambærilegt og í fyrra. Rúmlega 80% félagsmanna segjast vera frekar eða mjög líklegir til að mæta á Innri endurskoðunardaginn þann 9.september nk.  Einnig er mikill áhugi á Haustráðstefnu félagsins og vilja flestir félagsmenn halda hana á þessu ári en stytta hana í einn dag í stað tveggja daga eins og verið hefur.

Fræðslunefnd er með niðurstöðurnar og mun vinna úr þeim fræðsluáætlun fyrir næsta vetur.  Áætlunin verður birt í lok sumars. Hægt er að skoða niðurstöðurnar nánar í Excel skjalinu hér að neðan.

Hér fyrir neðan er listi yfir þau fræðsluefni sem skoruðu hæst í ár samanborin við niðurstöðurnar frá því í fyrra. Niðurstöðunum er raðað eftir vegnu meðaltali:

    2019                                                                    2020

1. Misferli og sviksemi (4,26) 1. Samtímaeftirlit og endurskoðun (4,39)
2. Netöryggismál (4,12) 2. Greiningartól (Excel, ACL, TeamMate) (4,25)
3. ERM (4,10) 3. Misferli og sviksemi (4,2)
4. Samtímaendurskoðun og - eftirlit (4,04) 4. Áhættumiðuð endurskoðunaráætlun (4,16)
5. COSO (4,00) 5. Verkefnaáætlun og áhættumat úttektar (4,16)
6. Greiningartól (3,98) 6. Netöryggismál (4,11)
7. Áhættumiðuð endurskoðunaráætlun (3,98) 7. Gagnagreiningar (Big data, data mining) (4,05)
8. Almenn tölvuendurskoðun (3,92) 8. Nýja útgáfu af Lines of Defence (3,98)
9. Verkefnaáætlun og áhættumat úttektar (3,90) 9. Enterprise Risk Management (ISO 31000) (3,89)
10. Gagnagreiningar (3,88) 10. Gervigreind (machine learning, robotics) (3,86)

Við þökkum fyrir þátttökuna!

Aðalfundur FIE 2020

Aðalfundur Félags um innri endurskoðun fór fram miðvikudaginn 27. maí 2020 í fjarfundabúnaði. Fundinum var stýrt úr húsnæði Kviku banka, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Hlekkurinn inn á fjarfundinn var sendur á skráð netföng félagsmanna í félagaskrá. Góð mæting var á fundinn.

Stjórn 2020-2021

Ingunn Ólafsdóttir, formaður.

Anna Sif Jónsdóttir, meðstjórnandi.

Björn Snær Atlason, ritari.

Jón Sigurðsson, gjaldkeri.

Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, meðstjórnandi.

Fræðslunefnd

Jóhanna María Einarsdóttir, formaður.

Alþjóða- og staðlanefnd

Auðbjörg Friðgeirsdóttir, formaður.

Siðanefnd

Ingi Magnússon, formaður.

Faghópur um endurskoðun upplýsingakerfa (UT)

Hinrik Pálsson, umsjónarmaður.

Faghópur um endurskoðun í opinbera geiranum

Anna Margrét Jóhannesdóttir, umsjónarmaður.

Skýrsla stjórnar 2020 er að finna hér.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com