Á aðalfundi FIE þann 28. maí 2021 voru samþykktar breytingar á samþykktum félagsins og var ný stjórn kosin í samræmi við þær. Meðal breytinga eru að nú sitja sex manns í stjórn og eru formenn fræðslunefndar og alþjóða- og staðlanefndar stjórnarmenn.
Stjórnin skipti með sér verkefum með eftirfarandi hætti: Ingunn Ólafsdóttir, formaður, Jón Sigurðsson, gjaldkeri, Jóhanna María Einarsdóttir, formaður fræðslunefndar, Sigríður Guðmundsdóttir, formaður alþjóða- og staðlanefndar, Anna Sif Jónsdóttir, ritari og Björg Ýr Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi.