Annar fræðslufundur vetrarins verður miðvikudaginn 25. nóvember næst komandi. Fundurinn er í boði Arion banka og mun fjalla um þriggja línu/þrepa líkanið. (e. three lines model). Hér má nálgast íslenska þýðingu á líkaninu.
Author: Jóhanna María Einarsdóttir
Samstarf fræðslunefnda á Norðurlöndunum

Fræðslunefnd FIE hefur nú hafið samstarf í fræðslumálum með IIA í Noregi og Svíþjóð. Vonandi bætist IIA í Danmörk við fljótlega. Samstarfið fer þannig fram að félagsmönnum stendur til boða að sækja námskeið á þeirra vegum sem eru á ensku og á netinu. Skráning fer fram í gegnum þeirra heimasíðu. Með þessu þá getum við aukið framboðið og fjölgað valkostum.
HAUSTRÁÐSTEFNA 2020
Fræðslufundur FIE 25. september 2020
Fræðsluáætlun FIE 2020-2021

Kæru félagsmenn, Nú er átjánda starfsár félagsins að hefjast og hefur fræðslunefnd félagsins sett saman fræðsluáætlun fyrir veturinn með fjölbreyttu fræðsluefni fyrir félagsmenn. Uppsetning áætlunarinnar tók mið af fræðslukönnun sem gerð var meðal félagsmanna síðastliðið sumar. Fræðsluáætlunin er með fremur óhefðbundnu sniði þetta starfsár og höfum við breytt um áherslur þannig að í stað hefðbundinna morgunverðarfunda höfum við sett á