iialogorvk_01

Hér með boðar stjórn Félags um innri endurskoðun til aðalfundar miðvikudaginn 25. maí 2016, kl. 10-11. Fundurinn verður haldinn í Víkingasal Hótel Natura (gamla Hótel Loftleiðir). Fyrir fundinn mun fræðslunefnd FIE halda síðasta morgunverðarfund vetrarins. Tölvupóstur með nánari upplýsingum um hann verður sendur innan tíðar. Stjórnin minnir á að allir geta boðið sig fram til stjórnarsetu og hvetur þig eindregið til að íhuga það.

Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar um aðalfundinn úr samþykktum félagsins:

Aðalfundur

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal boða skriflega með bréfi eða tölvupósti með 14 daga fyrirvara hið skemmsta. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað og ræður afl atkvæða úrslitum mála nema annars sé getið í samþykktum þessum. Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi:

1.      Skýrsla um störf félagsins á liðnu ári.

2.      Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

3.      Breytingar á samþykktum.

4.      Kosning stjórnarmanna.

5.      Kosning formanna nefnda skv. 7. gr.

6.      Kosning skoðunarmanns annað hvert ár.

7.      Ákvörðun félagsgjalds.

8.      Önnur mál.

Með von um að sjá þig á aðalfundinum,

Stjórn FIE

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com