Alþjóðasamtök innri endurskoðanda tilkynntu nýverið um fyrirhugaðar breytingar á faggildingarprófum samtakanna. Samtökin hafa ákveðið að leggja ríkari áherslu á CIA gráðuna og verða því gerðar breytingar á svokölluðum sérhæfingargráðum.
Eftirfarandi breytingar verða gerðar:
CGAP og CFSA gráðurnar falla niður og í staðinn koma námskeið á vegum IIA.
CCSA fellur niður og verður hluti af CRMA gráðunni.
Nýtt fyrirkomulag CGAP og CFSA
Nýtt fyrirkomulag á CGAP og CFSA verður á þann veg að IIA gefur út kennsluskrá fyrir hvora gráðu fyrir sig. Nemendur sitja svo námskeið, byggð á þessum kennsluskrám. Námskeiðin verða haldin af IIA eða fagfélögum innan samtakanna. Í lok námskeiðanna er próf lagt fyrir nemendur til þess að meta niðurstöðu þeirra. Þeir sem ná prófinu fá viðurkenningu um að hafa staðist námskeiðið. Ekki er því um formlegar prófgráður að ræða lengur og því þurfa þeir sem ljúka námskeiðinu ekki að standa skil af endurmenntunarpunktum. Námskeiðin og fyrirkomulag þeirra verða kynnt nánar af IIA í byrjun árs 2019.
Félagsmenn halda gráðunum
Þrátt fyrir breytinguna þá fullvissar IIA þá félagsmenn sem hafa öðlast fyrrnefndar gráður að gráðurnar haldi virði sínu og samtökin muni standa þeim að baki áfram. Svo lengi sem kröfum um endurmenntun er fylgt þá halda félagsmenn sínum gráðum og geta notað þær áfram. Samtökin munu halda áfram að gefa út fræðsluefni og bjóða upp á ýmsa möguleika til að sækja endurmenntunarpunkta tengda sérhæfingargráðunum.
Enn þá tími til stefnu
Þeir sem hafa hafið lestur hafa enn þá tíma til að slá til. Hægt er að skrá sig í CGAP, CFSA og CCSA prófin til áramóta. Þeir sem hafa þegar skráð sig geta enn þá farið í próf og lokið gráðunni. Fylgjast þarf með og ljúka fyrir uppgefin tímamörk. Tímamörkin má finna í CCMS kerfinu sem fyrr.
Nánari upplýsingar er að finna HÉR.
Núverandi gráður á vegum IIA:
- Certified Internal Auditor® (CIA®)
- Certified Government Auditing Professional® (CGAP®)
- Certified Financial Services Auditor® (CFSA®)
- Certification in Control Self-Assessment® (CCSA®)
- Certification in Risk Management Assurance® (CRMA®)
- Qualification in Internal Audit Leadership® (QIAL®)