Þegar hafa verið gerðar nokkar breytingar á heimasíðu og fleiri eru framundan. Í fyrsta lagi þá hafa allir styrkaraðilar verið færðir undir styrktarlínur en þeir voru bæði undir þeim lið og í fæti heimasíðu áður.

Eins og komið hefur fram þá hafa alþjóðlegu staðlarnir um innri endurskoðun (IPPF staðlar) verið þýddir á íslensku. Þeir eru nú aðgengilegir undir lið "Fræðsla og fundir" í fellistiku vefsíðunnar.

Fleiri breytingar eru einnig áformaðar, það stendur til að breyta skráningu á lokaða svæðið þannig að notað verði nafn félagsmanns og svo númer en hingað til hefur IIA númerið verið notað. Svo virðist sem félagsmenn eigi mjög erfitt með að muna það þannig að talið var heppilegra að breyta þessu.

Það er einnig búið að setja upp kerfi sem mun getað sent hóppóst beint frá vefsíðunni en með þeim hætti er hægt að tengja viðburði og fréttir betur við félagsmenn sem og þá sem vilja fylgjast með starfsemi FIE.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com