Talsverðar breytingar urðu á lögum og samþykktum á síðasta aðalfundi.
Á aðalfundi félagsins þann 21 maí voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum félagsins. Fyrirhugaðar lagabreytingar voru kynntar í fundarboðum fyrir aðalfund en eru að mest leiti fallin til þess að einfalda ferli varðandi stjórn og undirnefndir sem og að færa starfssemi félagsins nær raunumhverfi sínu t.d að því að varðar þá sem geta gengið í félagið. Núna er í fyrsta skipti minnst á áhættustýringu, eftirlit og stjórnarhætti sem áhugasvið þeirra sem gætu gengið í félagið.
Hin nýsamþykktu lög félagsins má finna undir flipanum : "Um félagið" og "Samþykktir félagsins" eða með að smella hér.