Málstofa Félags um innri endurskoðun verður haldin í Turninum við Smáratorg miðvikudaginn 7. desember 2011. Málstofan hefst kl. 10 með erindum frá þremur félagsmönnum, því næst verða málefnin rædd í vinnuhópum og niðurstöður hópanna kynntar. Að lokum verða almennar umræður. Fundi lýkur með hádegisverði af jólahlaðborði Veisluturnsins á 19. hæð.
Umræðuefni verða: Áhættumiðuð innri endurskoðun, Tilvist óáþreifanlegra eftirlitsþátta („Soft controls“) og Staðfestingarvinna og ráðgjöf - hvar liggja mörkin?
Frummælendur: Auðbjörg Friðgeirsdóttir, MBA / verkefnisstjóri innri endurskoðunar á endurskoðunarsviði PwC, Ágúst Hrafnkelsson, innri endurskoðandi Íslandsbanka og Guðmundur I. Bergþórsson, framkvæmdastjóri innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur
Fundurinn var haldinn í kjölfar haustráðstefnu FIE í október 2011, auk þess sem niðurstöður skoðanakönnunar meðal félagsmanna í september 2011 sýna að félagsmenn vilja meiri umræðu um áhættustjórnun og áhættumat.