Málstofa Félags um innri endurskoðun verður haldin í Turninum við Smáratorg miðvikudaginn 7. desember 2011. Málstofan hefst kl. 10 með erindum frá þremur félagsmönnum, því næst verða málefnin rædd í vinnuhópum og niðurstöður hópanna kynntar. Að lokum verða almennar umræður. Fundi lýkur með hádegisverði af jólahlaðborði Veisluturnsins á 19. hæð. Umræðuefni verða: Áhættumiðuð innri endurskoðun, Tilvist óáþreifanlegra eftirlitsþátta („Soft controls“)
Category: 2011
AuditChannel.TV – Ný áhugaverð vefsíða frá IIA
IIA hefur sett á stofn vefsíðu sem hefur að geyma myndskeið af fyrirlestrum og fleira efni efni tengdu innri endurskoðun. Smellið hér til þess að kíkja á AuditChannel.tv.
Haustráðstefna Félags löggiltra endurskoðenda – 4. nóv. 2011
Félag lögiltra endurskoðenda heldur haustráðstefnu sína 4. nóvember á Grand Hóteli. Félögum í FIE er velkomið að sækja ráðstefnuna. Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna má nálgast á heimasíðu FLE.
Morgunverðarfundur FIE – Ernst & Young Noregi – 28. okt. 2011
Fræðslufundur FIE verður haldinn föstudaginn 28. október kl. 08:30 – 10:00 á Grand Hóteli. Boðið verður upp á morgunverð. Verð 2.500 kr. Fyrirlesarar: Kjetil Kristensen, forstöðumaður ráðgjafasviðs (Advisory RISK) Ernst & Young í Noregi Unlocking the Value of Internal Audit Sigurjón Geirsson, Senior Manager (Advisory RISK) hjá Ernst & Young í Noregi Nýtt regluverk fyrir banka og tryggingafélög (Basel III, Solvency
Morgunverðarfundur FIE – Starfshættir endurskoðunarnefnda- 6. sept. 2011
Fyrirlesarar: Kristín Baldursdóttir, forstöðumaður innri endurskoðunar hjá Landsbankanum. Endurskoðunarnefndir – skipan, hlutverk og viðfangsefni. Erindi sitt byggir hún meðal annars á kynnum sínum af störfum endurskoðunarnefnda Saxo Bank, Den Danske Bank og Landsbankans, auk þess sem Kristín mun rýna í niðurstöður kannana og annað efni frá Audit Committe Institute (ACI), sem rekin er af KPMG í Bretlandi. Meðal annars er horft til þeirra viðfangsefna
Fréttabréf FIE – júlí 2011
Fræðslunefnd FIE hefur tekið saman fréttabréf FIE. Þar er m.a. að finna upplýsingar um væntanlega haustráðstefnu FIE. En vakin er athygli á að skrá þarf sig á hana sérstaklega snemma í ár eða helst eigi síðar en 15. ágúst. Blaðið má nálgast hér á þessari síðu.