Málstofa Félags um innri endurskoðun – 7. desember 2011

Málstofa Félags um innri endurskoðun verður haldin í Turninum við Smáratorg miðvikudaginn 7. desember 2011. Málstofan hefst kl. 10 með erindum frá þremur félagsmönnum, því næst verða málefnin rædd í vinnuhópum og niðurstöður hópanna kynntar. Að lokum verða almennar umræður. Fundi lýkur með hádegisverði af jólahlaðborði Veisluturnsins á 19. hæð.

Umræðuefni verða: Áhættumiðuð innri endurskoðun, Tilvist óáþreifanlegra eftirlitsþátta („Soft controls“) og Staðfestingarvinna og ráðgjöf - hvar liggja mörkin?

Frummælendur: Auðbjörg Friðgeirsdóttir, MBA / verkefnisstjóri innri endurskoðunar á endurskoðunarsviði PwC, Ágúst Hrafnkelsson, innri endurskoðandi Íslandsbanka og Guðmundur I. Bergþórsson, framkvæmdastjóri innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur

Fundurinn var haldinn í kjölfar haustráðstefnu FIE í október 2011, auk þess sem niðurstöður skoðanakönnunar meðal félagsmanna í september 2011 sýna að félagsmenn vilja meiri umræðu um áhættustjórnun og áhættumat.

Morgunverðarfundur FIE – Ernst & Young Noregi – 28. okt. 2011

Fræðslufundur FIE verður haldinn föstudaginn 28. október kl. 08:30 - 10:00 á Grand Hóteli. Boðið verður upp á morgunverð. Verð 2.500 kr. Fyrirlesarar:

Kjetil Kristensen, forstöðumaður ráðgjafasviðs (Advisory RISK) Ernst & Young í Noregi Unlocking the Value of Internal Audit

Sigurjón Geirsson, Senior Manager (Advisory RISK) hjá Ernst & Young í Noregi Nýtt regluverk fyrir banka og tryggingafélög (Basel III, Solvency II). Aukin áhersla á áhættustýringu og virkni stjórnskipulags. 

Morgunverðarfundur FIE – Starfshættir endurskoðunarnefnda- 6. sept. 2011

Fyrirlesarar:

Kristín Baldursdóttir, forstöðumaður innri endurskoðunar hjá Landsbankanum. Endurskoðunarnefndir - skipan, hlutverk og viðfangsefni. Erindi sitt byggir hún meðal annars á kynnum sínum af störfum endurskoðunarnefnda Saxo Bank, Den Danske Bank og Landsbankans, auk þess sem Kristín mun rýna í niðurstöður kannana og annað efni frá Audit Committe Institute (ACI), sem rekin er af KPMG í Bretlandi. Meðal annars er horft til þeirra viðfangsefna sem stofnunin hefur tilgreint sem mikilvægustu viðfangsefni ársins 2011.

Auðbjörg Friðgeirsdóttir, endurskoðunarsviði PWC. Hvernig getur aukin skilvirkni endurskoðunarnefnda hjálpað til við að endurbyggja traust í íslensku viðskiptaumhverfi? Erindi sitt byggir hún á ritgerð sem hún skrifaði sem hluta af MBA námi við University of Liverpool. Umfjöllunarnefni ritgerðarinnar var: "An investigation on the methods to improve the effectiveness of Audit Committees (AC) in Icelandic companies: As one way to rebuild a trust in Icelandic busines"

Fundurinn er öllum opinn og hvetjum við félagsmenn til að koma upplýsingum um fundinn til fulltrúa endurskoðunarnefnda. Fundurinn var haldinn þriðjudaginn 6. september kl. 08:30 - 10:00 á Grand Hóteli.

Fréttabréf FIE – júlí 2011

Fræðslunefnd FIE hefur tekið saman fréttabréf FIE. Þar er m.a. að finna upplýsingar um væntanlega haustráðstefnu FIE. En vakin er athygli á að skrá þarf sig á hana sérstaklega snemma í ár eða helst eigi síðar en 15. ágúst. Blaðið má nálgast hér á þessari síðu.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com