Fræðslunefnd félags um innri endurskoðun boðar til málstofu í framhaldi af haustráðstefnu FIE um stjórnun sviksemis- og misferlisáhættu. Ætlunin er m.a. að ræða hverju ráðstefnan skilaði, hver staðan sé í dag og hvort FIE geti á einhvern hátt komið betur að málum. Málstofan verður haldin í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 7. desember og hefst með morgunverði kl. 8 og stendur til 10. Aðgangseyrir er 2.500 kr. Vinsamlegast tilkynnið mætingu á fie(hjá)fie.is
Fréttabréf ECIIA – október 2012
Evrópusamtök innri endurskoðenda (ECIIA) hafa sent frá sér fréttabréf. Í því má lesa m.a. um að mikið er að gerast innan Evrópus í málum er varðar stjórnarhætti fyrirtækja og endurskoðun. Fréttabréfið er að finna á heimasíðu ECIIA.
Tæknilegir örðugleikar
Vegna tæknilegra örðugleika hefur heimasíða FIE legið niðri síðustu vikur.
Nýr hýsingaraðili hefur nú tekið að sér að hýsa heimasíðu FIE og er það okkar von að tæknileg vandamál séu þar með úr sögunni.
Haustráðstefna og morgunverðarfundur á vegum FIE
Haustráðstefna FIE var haldin dagana 4. og 5. október á Grand Hótel Reykjavík en þar fjallaði Nigel Iyer um stjórnun sviksemis- og misferlisáhættu. Þátttaka á ráðstefnunni var með besta móti og voru þátttakendur alls 45 talsins.
Í tengslum við haustráðstefnuna var haldinn morgunverðarfundur undir yfirskriftinni "Hjálpræði stjórnenda í svikulum heimi" þar sem Nigel Iyer fjallaði um sviksemi og misferli innan fyrirtækja. Var sá fundur sérstaklega ætlaður stjórnarmönnum, endurskoðunarnefndum og lykilstjórnendum fyrirtækja. Voru þátttakendur á fundinum um 50 talsins. Alls tóku því hátt í 100 manns þátt í viðburðum í tengslum við haustráðsefnu FIE. Vill fræðslunefnd FIE koma á framfæri þökkum til allra þátttakenda með von um að þeir hafi haft gagn og gaman að og sjái sér fært að taka þátt í viðburðum á vegum félagsins á komandi vetri.
Morgunverðarfundur 1. nóvember
Fyrsti morgunverðarfundur vetrarins verður haldinn fimmtudaginn 1. nóvember nk. Á fundinum ætlar Guðmundur I. Berþórsson, innri endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur, að kynna fyrir okkur gæðamat sem deildin hans fór í gegnum til að fá vottun á því að deildin starfi eftir stöðlum IIA. Innri endurskoðunardeild Orkuveitunnar er fyrsta deildin á Íslandi sem fer í gegnum gæðamatið en það er nauðsynlegt til þess að geta staðhæft að unnið sé samkvæmt stöðlum IIA. Í framhaldi af kynningu Guðmundar mun Sif Einarsdóttir, yfirmaður áhættuþjónustu hjá Deloitte, segja okkur frá úttektinni en Deloitte sá um framkvæmd gæðamatsins. Fundurinn verður í Gullteig á Grand Hótel og opnar með morgunverði frá kl. 8:00 og hefst erindið kl. 8:30 og líkur kl. 10:00. Aðgangseyrir er kr. 2.500, vinsamlegast tilkynnið þátttöku á fie(hjá)fie.is
Morgunverðarfundur 5.okt. – Hjálpræði stjórnenda í svikulum heimi
Í tengslum við haustráðstefnu sína stendur Félag um innri endurskoðun (FIE) fyrir morgunverðarfundi hinn 5. október n.k. frá 8:30 til 10 undir yfirskriftinni "Hjálpræði stjórnenda í svikulum heimi" og fjallar um sviksemi og misferli innan fyrirtækja. Fyrirlesari verður Nigel Iyer sem hefur í yfir 20 ár unnið að forvörnum og rannsóknum á sviði sviksemi.
Fundurinn er sérstaklega ætlaður stjórnarmönnum, endurskoðunarnefndum og lykilstjórnendum fyrirtækja. Nánari upplýsingar um fundinn má finna í þessu skjali.