Fundinn hefur verið ný dagsetning fyrir fyrsta morgunverðarfund vetrarins: 4. desember á Grand Hótel Reykjavík. Fyrirlesarar að þessu sinni eru þrír talsins. Gréta Gunnarsdóttir, CIA, sérfræðingur í innri endurskoðun hjá Íslandsbanka mun fræða okkur um núverandi CIA prófunarferilinn en Gréta lauk nýverið prófunum og er nýjasti félagsmaður FIE með CIA vottunina. Þá mun Anna Margrét Jóhannesdóttir, CIA, CRMA, taka við
Category: 2013
Fréttabréf FIE – Nóvember 2013
Fræðslunefnd hefur tekið saman fréttabréf FIE. Í fréttabréfinu má finna umfjöllun um fyrsta morgunverðarfund vetrarins sem verður 20. nóvember, kynningu á félagsmönnum, pistil frá stjórn FIE ásamt fleiru. Fréttabréfið má nálgast hér
Skráning hafin á haustráðstefnu
Haustráðstefna Félags um innri endurskoðun verður haldin dagana 9.-11. október næstkomandi á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Fyrirkomulag ráðstefnunnar verður þannig að kennt er frá 12:00-16:00 9. október, 08:30-16:30 10. október og 08:30-12:00 11. október. Yfirskrift ráðstefnunnar verður: Mat á áhættustýringarferlum fyrirtækis þíns (e. Assessing Your Organization’s Risk Management Process ). Námskeiðið er á vegum IIA og fyrirlesari verður Donald Espersen,
Haustráðstefna
Haustráðstefna Félags um innri endurskoðun verður haldin dagana 9.-11. október næstkomandi. Fyrirkomulag ráðstefnunnar verður þannig að kennt er eftir hádegi 9., allan daginn 10. og fyrir hádegi 11. október. Yfirskrift ráðstefnunnar verður: Mat á áhættustýringarferlum fyrirtækis þíns (e. Assessing Your Organization’s Risk Management Process ). Námskeiðið er á vegum IIA og fyrirlesari verður Donald Espersen, CIA, CRMA. Ráðstefnan veitir 16
Félagsmenn sem hafa fengið faggildingar frá IIA
Núna í sumar hafa 4 félagsmenn náð merkum áföngum. Gréta Gunnarsdóttir hefur fengið CIA vottun í innri endurskoðun. Gréta er sú 16. sem nær þessum merka áfanga. Anna Margrét Jóhannesdóttir, Ágúst Hrafnkelsson og Kundan R. Mishra hafa fengið CRMA vottun í áhættustjórnun (Certification in Risk Management Assurance) Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn.
Fundur norræns tengslanets í Osló í nóvember 2013
Systurfélög FIE í Noregi og Svíþjóð hafa boðað til norræns fundar innri endurskoðenda (IIA Nordic and Baltic Industry Networking) sem halda á í Oslo þann 5. nóvember n.k. Félagsmenn eru hvattir til þess að kynna sér þenna áhugaverða vettvang fyrir samvinnu. Nánari upplýsingar um viðburðin má finna á heimasíðu Norsk félagsins.