Morgunverðarfundur 4. desember 2013

Fundinn hefur verið ný dagsetning fyrir fyrsta morgunverðarfund vetrarins: 4. desember á Grand Hótel Reykjavík.

Fyrirlesarar að þessu sinni eru þrír talsins.  Gréta Gunnarsdóttir, CIA, sérfræðingur í innri endurskoðun hjá Íslandsbanka  mun fræða okkur um núverandi CIA prófunarferilinn en Gréta lauk nýverið prófunum og er nýjasti félagsmaður FIE með CIA vottunina. Þá mun Anna Margrét Jóhannesdóttir, CIA, CRMA, taka við og fara yfir hvaða endurmenntunarleiðir eru í boði til að viðhalda gráðunni og skil á endurmenntunareiningum. Nanna Huld Aradóttir, CIA fer að lokum yfir breytingar á lagaumhverfi þar sem gerðar eru kröfur um sérþekkingu í innri endurskoðun.

Fundurinn hefst kl. 8:30 en morgunverður verður í boði frá kl. 8:00. Vinsamlegast skráið þátttöku á fie@fie.is í síðasta lagi 2.desember. Fundargjald er 2.800 kr.

Kveðja,

fræðslunefnd

Skráning hafin á haustráðstefnu

Haustráðstefna Félags um innri endurskoðun verður haldin dagana 9.-11. október næstkomandi á Icelandair hótel Reykjavík Natura.  Fyrirkomulag ráðstefnunnar verður þannig að kennt er frá 12:00-16:00  9. október, 08:30-16:30 10. október og 08:30-12:00 11. október. Yfirskrift ráðstefnunnar verður: Mat á áhættustýringarferlum fyrirtækis þíns (e. Assessing Your Organization’s Risk Management Process ). Námskeiðið er á vegum IIA og fyrirlesari verður Donald Espersen, CIA, CRMA.

Skráning er hafin á fie@fie.is. Vinsamlegast sendið upplýsingar um þátttakanda, kennitölu, símanúmer og netfang. Einnig netfang og upplýsingar um greiðanda ef greiðandi er annar en þátttakandi. Greiðanda verður sendur greiðsluseðill.

Skráningu lýkur 1. október 2013.

Haustráðstefna

Haustráðstefna Félags um innri endurskoðun verður haldin dagana 9.-11. október næstkomandi.  Fyrirkomulag ráðstefnunnar verður þannig að kennt er eftir hádegi 9., allan daginn 10. og fyrir hádegi 11. október.

Yfirskrift ráðstefnunnar verður: Mat á áhættustýringarferlum fyrirtækis þíns (e. Assessing Your Organization’s Risk Management Process ). Námskeiðið er á vegum IIA og fyrirlesari verður Donald Espersen, CIA, CRMA.

Ráðstefnan veitir 16 endurmenntunareiningar (CPE).

Takið dagana frá, nánari upplýsingar berast bráðlega.

kveðja,

fræðslunefnd

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com