Category: 2015

Lög um opinber fjármál og innri endurskoðun

Rétt áður en Alþingi fór í jólafrí þá voru samþykkt lög um Opinber fjármál. Í þessum lögum er að finna ákvæði um innri endurskoðun sem munu hugsanlega hafa mikill áhrif á starf og starfsumhverfi innri endurskoðenda.

65 gr. þessara laga segir (feitletrun er til áherslu) :

"Innra eftirlit og innri endurskoðun.

Forstöðumaður ríkisaðila í A-hluta, eða eftir atvikum stjórn, ber ábyrgð á framkvæmd innra eftirlits. Innra eftirlit felur í sér þær reglubundnu aðgerðir og ráðstafanir sem hlutaðeigandi aðili gerir til að stuðla að hagkvæmni rekstrar, öryggi fjármuna, áreiðanleika upplýsinga og almennt að því að markmiðum starfseminnar verði náð og fylgt sé lögum og reglum. Innri endurskoðun skal framkvæmd hjá ríkisaðilum í A-hluta á grundvelli reglugerðar sem ráðherra setur, sbr. 67. gr., og í samræmi við alþjóðlega staðla og siðareglur um innri endurskoðun útgefnar af alþjóðasamtökum innri endurskoðenda. Innri endurskoðun felur í sér kerfisbundið, óháð og hlutlægt mat á virkni áhættustýringar, eftirlits og stjórnarhátta hlutaðeigandi aðila. Stjórnandi innri endurskoðunar skal hafa sérþekkingu á sviði innri endurskoðunar. Ráðherra er heimilt að skipa sérstaka nefnd sem er honum til ráðgjafar um fyrirkomulag og framkvæmd innra eftirlits og innri endurskoðunar."

Þarna segir beinum orðum að framkvæma skuli innri endurskoðun hjá A-hluta og að það skuli gerast í samræmi við IPPF staðla frá IIA. Hvorutveggja er nýmæli og með þeim fyrirvara að ráðherra eigi eftir að setja fram reglugerð , þá mun þetta hafa verulega áhrif á starfsumhverfi innri endurskoðenda.

Morgunverðarfundur þann 9 desember 2015

Næsti morgunverðarfundur félagsins verður haldinn á Grand hótel Reykjavík þann 9. desember næstkomandi kl. 8:00.

Efni fundarins er: „Gæðastjórnun fyrirtækja og stofnana“.

Þrír sérfræðingar fjalla um efnið, hvor með sína nálgun.

Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hún mun fjalla um gæðakerfi Orkuveitunnar og hvaða breytingar hafa átt sér stað að undarförnu í skipulagi samstæðunnar. Hún mun einnig fjalla um ávinning af ISO stöðlum. Orkuveitan hefur nýtt sér verkferla, áhættustýringu og aðferðafræði straumlínustjórnunar (Lean) til þess að ná betri árangri í rekstri.

Árni Kristinsson er framkvæmdastjóri British Standard Institute (BSI) á Íslandi og mun hann fjalla um breytingar sem gerðar voru nýlega á ISO stöðlunum og hvað notendur þurfa að gera til þess að mæta nýjum kröfum.
Hilde Tangard er ráðgjafi hjá Félagi innri endurskoðenda IIA í Noregi, forstöðumaður ytra gæðamats „External Quality Assessment“ EQA, sér um þjálfun og er talsmaður fyrir innri endurskoðun sem faggrein. Hún er með mastersgráðu í félagsfræði og diplóma í innri endurskoðun frá Norwegian Business School. Hilde mun kynna kröfur og bestu framkvæmd erindisbréfs innri endurskoðunar og ytra gæðamati á innri endurskoðunardeildum.

Athugið að fundurinn hefst kl. 8:20 en morgunverður verður í boði frá kl. 8:00. Vinsamlegast skráið þátttöku á fie@fie.is í síðasta lagi á hádegi 4. desember. Fundargjald er 2.800 kr.

Þátttaka í morgunverðarfundinum gefur 2 endurmenntunareiningar.

 

Minnum á stofnfund faghóps um upplýsingaöryggi 14 október kl.15-16:30 hjá KPMG

Stjórn Félags um innri endurskoðun hefur ákveðið að setja á laggirnar faghóp um upplýsingaöryggi og upplýsingatækni innan félagsins. Hugmyndin er að hópurinn verði vettvangur fyrir faglega umræðu og skoðanaskipti þeirra sem starfa við endurskoðun upplýsingaöryggis, ekki síst þeirra aðila sem hlotið hafa alþjóðlegar fagvottanir á þessu sviði.Stjórn FIE hefur einnig beðið Davíð Halldórsson, verkefnastjóra ITA á ráðgjafarsviði KPMG að standa að stofnun þessa faghóps og það hefur verið ákveðið að stofnfundur faghóps um upplýsingatækni og upplýsingaöryggi verður haldinn þann 14. október kl: 15:00 – 16:30 hjá KPMG Borgartúni 27.

Áhugasömum er bent á að senda þátttökutilkynningu með tölvupósti á fie@fie.is.

Félagsmaður lýkur faggildingu sem innri endurskoðandi

„Björn útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst árið 2005 og með M.Sc. gráðu í fjárfestingarstjórnun frá Cass Business School í London árið 2006. Björn starfaði hjá Sparisjóðabanka Íslands frá 2007 til 2009. Frá 2009-2014 var Björn starfsmaður PwC og vann þar m.a. að verkefnum á sviði innri endurskoðunar og innra eftirlits. Frá 2014 hefur Björn unnið við innri endurskoðun hjá Landsbankanum. Björn sat í fræðslunefnd FIE frá 2011 til 2013 og var í vor kjörinn í stjórn FIE og gegnir þar stöðu ritara.“

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com