Í janúar 2016 skipaði stjórnarformaður Alþjóðasamtaka innri endurskoðanda vinnuhóp til að endurskoða stjórnskipulag samtakanna og koma með tillögur að breytingum. Vinnan fór fram á árinu 2016 og voru niðurstöður vinnuhópsins kynntar og ræddar á fundi Alþjóðaráðsins (Global Council) í Róm í febrúar 2017. Helstu tillögur vinnuhópsins eru þessar: Fækka stjórnarmönnum úr 38 í 17 talsins. Heimila aðilum sem eru ekki
Category: 2017
Evrópuráðstefna ECIIA – skráningarafsláttur til 15. maí
Síðustu forvöð til að skrá sig á ráðstefnu Evrópusamtaka innri endurskoðenda (ECIIA) eru til 15. maí nk. Ráðstefnan verður haldin í Basel í Sviss dagana 21. og 22. september 2017. Nánar um ráðstefnuna og skráningu á www.eciiabasel2017.eu
Gerð áhættumiðaðra endurskoðunaráætlana – glærur

Fundur faghóps um innri endurskoðun fjármálafyrirtækja var haldinn í höfuðstöðvum Landsbankans að morgni 4. maí 2017. Á fundinum fóru innri endurskoðendur Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans yfir aðferðafræði sem beitt er við gerð áhættumiðaðra endurskoðunaráætlana hjá bönkunum þremur. Glærur af fundinum má nálgast hér.
Fréttir frá Global Council 2017
GLOBAL COUNCIL 2017 Global Council er ársfundur Alþjóðasamtaka innri endurskoðenda og fór hann fram að þessu sinni í Róm í lok febrúar sl. Á fundinum voru 160 þátttakendur frá 80 aðildarfélögum um heim allan og starfsmenn og fulltrúar í nefndum og stjórn Alþjóðasamtakanna. Ingunn Ólafsdóttir, stjórnarmaður og innri endurskoðandi Háskóla Íslands, var fulltrúi aðildarfélagsins á Íslandi. Á dagskrá fundarins var
Innri endurskoðunardagurinn 24. mars 2017

Hinn árlegi Innri endurskoðunardagur var haldinn með pompi og prakt þann 24. mars 2017. Að þessu sinni var þema dagsins „Persónuvernd og skýjalausnir“ og þeir fyrirlestrar sem voru á dagskrá tóku mið af öllum þáttum þessa þema. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar flutti fyrirlestur um persónuvernd og lykilhlutverk hennar í rekstri fyrirtækja og stofnana. Ægir Þórðarson deildarstjóri UT rekstrar hjá Landsbankanum fjallaði um