Tilkynning til félagsmanna frá Alþjóðasamtökum innri endurskoðenda

Í janúar 2016 skipaði stjórnarformaður Alþjóðasamtaka innri endurskoðanda vinnuhóp til að endurskoða stjórnskipulag samtakanna og koma með tillögur að breytingum. Vinnan fór fram á árinu 2016 og voru niðurstöður vinnuhópsins kynntar og ræddar á fundi Alþjóðaráðsins (Global Council) í Róm í febrúar 2017.

Helstu tillögur vinnuhópsins eru þessar:

  1. Fækka stjórnarmönnum úr 38 í 17 talsins. Heimila aðilum sem eru ekki félagsmenn eða eru ekki með fagvottun í innri endurskoðun að sitja í stjórn Alþjóðasamtakanna.
  2. Leggja niður framkvæmdanefndina (Executive Committee).
  3. Setja á laggirnar eftirlitsnefnd (Supervisory Committee) til að vera ráðgefandi fyrir framkvæmdastjóra samtakanna (Global CEO). Nefndin yrði einnig falið að fylgjast með launakjörum starfsmanna og stjórnarmanna samtakanna.
  4. Breyta nafni Alþjóðaráðsins (Global Council) í Alþjóðaþing (Global Assembly) og fela því aukna ábyrgð í stjórnun samtakanna.  Skipun fulltrúa á Alþjóðaþingi ætti að vera með formlegum hætti frá hverju aðildarfélagi.

Ef þessar tillögur verða samþykktar á stjórnarfundi Alþjóðasamtakanna í Ástralíu í júlí 2017 verður óskað eftir viðbrögðum félagsmanna um heim allan á tímabilinu 13. september til 13. október 2017

Fréttir frá Global Council 2017

Global Council 2017 Attendees

GLOBAL COUNCIL 2017

Global Council er ársfundur Alþjóðasamtaka innri endurskoðenda og fór hann fram að þessu sinni í Róm í lok febrúar sl.  Á fundinum voru 160 þátttakendur frá 80 aðildarfélögum um heim allan og starfsmenn og fulltrúar í nefndum og stjórn Alþjóðasamtakanna. Ingunn Ólafsdóttir, stjórnarmaður og innri endurskoðandi Háskóla Íslands, var fulltrúi aðildarfélagsins á Íslandi.

Á dagskrá fundarins var endurskoðun á stefnu samtakanna (2015-2020) og viðhorf hagsmunaaðila til innri endurskoðunar. Þátttakendum var skipt upp í nokkrar umræðuhópa og er hægt að nálgast samantektina og glærur á heimasíðu fundarins: https://global.theiia.org/about/about-the-iia/Pages/Global-Council.aspx

Næsti ársfundur verður haldinn í Panama City, 4-7. febrúar 2018.

 

 

Innri endurskoðunardagurinn 24. mars 2017

Hinn árlegi Innri endurskoðunardagur var haldinn með pompi og prakt þann 24. mars 2017. Að þessu sinni var þema dagsins "Persónuvernd og skýjalausnir" og þeir fyrirlestrar sem voru á dagskrá tóku mið af öllum þáttum þessa þema.

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar flutti fyrirlestur um persónuvernd og lykilhlutverk hennar í rekstri fyrirtækja og stofnana. Ægir Þórðarson deildarstjóri UT rekstrar hjá Landsbankanum fjallaði um áskoranir við að framfylgja persónuvernd viðskiptavina bankans meðan Marcel Kyas lektor við tölvunarfræðideild Háskóla Reykjavíkur tók á skýjalausnum og þeim tæknilegum þáttum og álitaefnum sem varða þær lausnir sérstaklega. Ágústa Berg fjallaði svo um niðurstöður alþjóðlegrar könnunar EY um netöryggi og viðhorf fyrirtækja til þess málaflokks. Andrés Jónsson fór svo yfir krísustjórnun í kjölfar gagnaleka.

[crellyslider alias="innri_endurskoðunardagurinn_24_mars_2017"]

Þessi fyrirlestar og aðrir eru aðgengilegir fyrir félagsmenn á lokuðu vefsvæði félagsins.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com