Fræðslunefnd FIE hefur nú hafið samstarf í fræðslumálum með IIA í Noregi og Svíþjóð. Vonandi bætist IIA í Danmörk við fljótlega. Samstarfið fer þannig fram að félagsmönnum stendur til boða að sækja námskeið á þeirra vegum sem eru á ensku og á netinu. Skráning fer fram í gegnum þeirra heimasíðu. Með þessu þá getum við aukið framboðið og fjölgað valkostum. Upplýsingar um námskeið er á heimasíðum félaganna:
https://www.theiia.se/evenemang/
Í samstarfi við IIA í Evrópu þá stendur til boða að taka COSO ERM og COSO IC certificate, en það er IIA í Frakklandi sem heldur utan um þann viðburð. Nánari upplýsingar koma fljótlega. Ef þið hafið áhuga á að taka COSO ERM fyrir áramót þá er nú þegar orðið fullt en okkur stendur til boða að halda slíkt námskeið 14. til 18. desember ef við náum að lágmarki 6 þátttakendum. Ef það er áhugi endilega sendið á fie@fie.is.
Þessi námskeið eru þau sömu og IIA Global stendur fyrir. Smelltu á tengilinn til að skoða ítarlegri lýsingu á námskeiðinu https://fie.is/wp-content/uploads/2020/10/1-Product-sheet.pdf.
Alþjóðlega ráðstefna IIA verður haldin á netinu þann 2. til 4. nóvember og þar er hægt sækja sé 18 CPE endurmenntunareiningar á mun hagstæðara verði en hefur verið hingað til. Sjá nánar: https://ic.globaliia.org/Pages/2020.aspx.