Innri endurskoðunardagurinn (fjarráðstefna) verður haldinn þann 28. apríl 2021. Ráðstefnugjald er 15.500 kr. fyrir félagsmenn FIE og FLE en 19.500 kr. fyrir aðra gesti. Allir velkomnir! Hægt er að skrá sig á fjarráðstefnuna til 27. apríl með því að fara inn HÉR:
Fræðslufundur FIE 18. mars 2021
Næsti fræðslufundur FIE verður haldinn fimmtudaginn 18. mars. n.k. klukkan 8:30 - 10:00. Fundurinn er í boði Íslandsbanka og mun Hinrik Pálsson fjalla um Wirecard málið. Ágúst Hrafnkellsson mun svo vera með erindið "Er allt klárt fyrir næsta gos".
Fyrsti fræðslufundur 2021 verður haldinn mánudaginn 15. febrúar kl. 08:30-10:00
Við höfum fengið Niina Ratsula frá Finnlandi til að halda fyrir okkur erindi um hvaða styrkleikar og áskoranir einkenna viðskiptasiðferði Norðurlandanna. Niina er M.Sc. CIA, CCSA, CRMA, CCEP-I, doktorsnemi, kennari og stofnandi Code of Conduct Company, en starfaði áður hjá Nokia og Kermiar í 12 ár.
Hún mun einnig kynna okkur fyrir niðurstöðum The Nordic Business Ethic Survey.
Hér má nálgast nánari upplýsingar um The Nordic Business Ethics Network.
Athugið að fyrirlesturinn er á ensku.