Ný stjórn félagsins

Á síðasta aðalfundi var kosin stjórn og hefur hún skipt með sér hlutverkum fyrir komandi starfsár. Skipa þurfti nýjan formann stjórnar þar sem Anna Sif lauk sínum stjórnarstörfum og tók Björg Ýr Jóhannsdóttir við keflinu. Gunnar Ragnarsson hefur tekið við hlutverki samskiptafulltrúa og eru önnur hlutverk stjórnarmanna óbreytt. Sjá einnig hér.

Aðalfundur 2024

Takk fyrir frábæran aðalfund sl. fimmtudag. Aðalfundurinn var haldinn að þessu sinni á Grand hótel í Reykjavík. Anna Sif Jónsdóttir fór með skýrslu stjórnar og Sif Einarsdóttir fór yfir reikninga félagsins. Mjög góð mæting var á fundinn. Kosin var ný stjórn en Anna Sif Jónsdóttir kveður okkur í bili og við þökkum henni kærlega fyrir frábær störf. Gunnar Ragnarsson kemur í stjórn í fyrsta skipti og bjóðum við hann hjartanlega velkominn.

Hér má sjá skýrslu stjórnar og ársreikninginn v. ársins 2023

Aðalfundur 2023

Aðalfundur félagsins var að þessu sinni haldinn í úthverfi höfuðborgarsvæðisins að Hótel Kríunesi. Björg Ýr Jóhannsdóttir, stjórnarmaður fór yfir skýrslu stjórnar og Jón Sigurðsson, gjaldkeri, fór yfir ársreikning félagsins. Breytingar á samþykktum voru samþykktar og þá var kosin ný stjórn og nýr skoðunarmaður. Jón Sigurðsson sem var að ljúka 6 ára stjórnarsetu og Jóhanna María Einarsdóttir viku úr stjórn og í stað þeirra komu Gréta Gunnarsdóttir og Sif Einarsdóttir. Við þökkum Jóni og Jóhönnu kærlega fyrir frábær störf og bjóðum Grétu og Sif velkomnar í stjórn.

Hér má sjá ársreikning vegna ársins 2022 og hér er Skýrsla stjórnar.

Aðalfundur 2022

Aðalfundur félags um innri endurskoðun fór fram 24. maí sl. á veitingastaðnum Héðni. Ingunn Ólafsdóttir fór yfir skýrslu stjórnar og Jón Sigurðsson fór yfir ársreikning félagsins. Kosin var ný stjórn og er Viðar Kárason boðin hjartanlega velkominn í stjórnina. Ingunn Ólafsdóttir lauk sínu síðasta starfsári og er henni þakkað kærlega fyrir frábær störf í þágu félagsins í þau 6 ár sem hún hefur setið í stjórninni.

Stjórnin skipti með sér verkefnum með eftirfarandi hætti: Anna Sif Jónsdóttir, formaður, Jón Sigurðsson, gjaldkeri, Jóhanna María Einarsdóttir, formaður fræðslunefndar, Sigríður Guðmundsdóttir, formaður alþjóða- og staðlanefndar, Viðar Kárason, ritari og Björg Ýr Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi.


Aðalfundur 2022

Félag um innri endurskoðun boðar til aðalfundar þriðjudaginn 24. maí 2022 kl. 16-17. Fundurinn fer fram að þessu sinni á veitingastaðnum Héðni, Seljavegi 2, 101 Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu ári.
  2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  3. Breytingar á samþykktum.
  4. Kosning stjórnarmanna.
  5. Kosning skoðunarmanns annað hvert ár.
  6. Ákvörðun félagsgjalds.
  7. Önnur mál.

Stjórnin hvetur félagsmenn til að taka þátt í starfi félagsins.  Áhugasamir geta haft samband við stjórn félagsins en einnig er hægt að bjóða sig fram á fundinum.

Að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.  

Með von um að sjá þig á aðalfundinum!

Stjórn FIE

Aðalfundur 2021

Á aðalfundi FIE þann 28. maí 2021 voru samþykktar breytingar á samþykktum félagsins og var ný stjórn kosin í samræmi við þær. Meðal breytinga eru að nú sitja sex manns í stjórn og eru formenn fræðslunefndar og alþjóða- og staðlanefndar stjórnarmenn.

Stjórnin skipti með sér verkefum með eftirfarandi hætti: Ingunn Ólafsdóttir, formaður, Jón Sigurðsson, gjaldkeri, Jóhanna María Einarsdóttir, formaður fræðslunefndar, Sigríður Guðmundsdóttir, formaður alþjóða- og staðlanefndar, Anna Sif Jónsdóttir, ritari og Björg Ýr Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com