Category: Óflokkað

Samstarf fræðslunefnda á Norðurlöndunum

Samstarf fræðslunefnda á Norðurlöndunum

Fræðslunefnd FIE hefur nú hafið samstarf í fræðslumálum með IIA í Noregi og Svíþjóð. Vonandi bætist IIA í Danmörk við fljótlega. Samstarfið fer þannig fram að félagsmönnum stendur til boða að sækja námskeið á þeirra vegum sem eru á ensku og á netinu. Skráning fer fram í gegnum þeirra heimasíðu. Með þessu þá getum við aukið framboðið og fjölgað valkostum.

Er ekki kominn tími?

Er ekki kominn tími?

Í dag birtist grein í Fréttablaðinu eftir Ingunni Ólafsdóttur formann félagsins þar sem minnt er á 65. gr. laga um opinber fjármál sem kveður á um innri endurskoðun hjá ríkisstofnunum. Þetta ákvæði hefur ekki enn komið til framkvæmda nú fimm árum eftir gildistöku laganna. Er ekki kominn tími til að ljúka við innleiðingu þeirra?

Fræðsluáætlun FIE 2020-2021

Fræðsluáætlun FIE 2020-2021

Kæru félagsmenn, Nú er átjánda starfsár félagsins að hefjast og hefur fræðslunefnd félagsins sett saman fræðsluáætlun fyrir veturinn með fjölbreyttu fræðsluefni fyrir félagsmenn. Uppsetning áætlunarinnar tók mið af fræðslukönnun sem gerð var meðal félagsmanna síðastliðið sumar. Fræðsluáætlunin er með fremur óhefðbundnu sniði þetta starfsár og höfum við breytt um áherslur þannig að í stað hefðbundinna morgunverðarfunda höfum við sett á

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com