Endurskoðunardagur Félags löggiltra endurskoðena (FLE) verður haldinn á Grand hóteli, föstudaginn 11. apríl kl. 8:30 - 12:30. SKRÁ MIG HÉR. Dagurinn hefst með því að Sturla Jónsson formaður FLE setur ráðstefnuna og að því loknu tekur Jón Rafn Ragnarsson við og fjallar um einföldun á endurskoðun lítilla fyrirtækja. Svo fjallar Úlfar Andri Jónasson um vinnugögn, varðveislu þeirra og upplýsingaöryggi. Þá tekur Diana Hillier við og fjallar um mikilvægi endurskoðunar, þróun mála og áherslur ESB á endurskoðunarmarkaðinum. Að erindi hennar loknu mun Elín Hanna Pétursdóttir tala um ákvörun mikilvægismarka og að endingu horfir Alexander G. Eðvarðsson um öxl þegar hann fjallar um endurskoðun í gamla daga. Endurskoðunardagurinn er öllum opinn og gefur félagsmönnum 4 einingar í endurskoðun. Ráðstefnugjald er kr. 22.000 fyrir félagsmenn FLE, starfsmenn þeirra og félagsmenn FIE en kr. 27.000 fyrir aðra. Hér má sjá nánari dagskrá.
- Innri endurskoðunardagurinn – 1. apríl 2014
- Ráðstefna um samtímaeftirlit og endurskoðun – 26. maí kl. 8-17.