Í dag birtist grein í Fréttablaðinu eftir Ingunni Ólafsdóttur formann félagsins þar sem minnt er á 65. gr. laga um opinber fjármál sem kveður á um innri endurskoðun hjá ríkisstofnunum. Þetta ákvæði hefur ekki enn komið til framkvæmda nú fimm árum eftir gildistöku laganna. Er ekki kominn tími til að ljúka við innleiðingu þeirra?