Faggilding er mikilvæg

Faggilding er mikilvæg

Félag um innri endurskoðun er aðili að alþjóðasamtökum innri endurskoðenda (IIA). Þessi alþjóðasamtök standa fyrir alþjóðlegum prófum sem eru metin sem faggilding innri endurskoðenda hér á landi. Prófgráða þessi heitir á frummálinu Certified Internal Auditor og er alþjóðlega viðurkennd sem prófgráða í innri endurskoðun alls staðar í heiminum.  Nánari upplýsingar um prófgráðu þessa sem og þau sérhæfingarpróf sem hægt er að ljúka að auki er að finna á vefsíðu félagsins.

Hvers vegna að ljúka faggildingu

Helstu ástæður þess er að faggilding skiptir miklu máli varðandi starfsmöguleika innan innri endurskoðunar. Það að ljúka viðurkenndu alþjóðlegu prófi á þessu sviði gefur viðkomandi einnig möguleika á að vinna erlendis við innri endurskoðun sé áhugi fyrir slíku. Í lögum um opinber fjármál er að finna ákvæði varðandi mikilvægi fagmenntunar á sviði Innri endurskoðunar og þá sérstaklega notkun á alþjóðlegum stöðlum fyrir Innri endurskoðun (IPPF).

Þegar þessi lagaákvæði og reglugerð þeim tengd koma til framkvæmda , þá má búast við að faggilding sem innri endurskoðandi(CIA) verði afgerandi þáttur í hæfismati fyrir störf hjá hinum opinbera er framm í sækir.

Af þessum sökum vill stjórn félagsins hvetja félagsmenn til þess að kynna sér faggildingu sem og þau námsgögn sem eru í boði frá IIA.

CIA-banner-NA

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com