CFSA vottun

CFSA

Certified Financial Services Auditor

Certified Financial Services Auditor (héreftir nefnt CFSA) er eitt af sérhæfingarprófum sem faggiltir innri endurskoðendur(CIA) geta tekið til að bæta við þekkingu sína á tilteknum sviðum.

CFSA prófið er tvímælalaust mjög gott til þess að dýpka þekkingu sína á sviði innri endurskoðunar fjármálafyrirtækja en þar sem slíkt svið telst nokkuð yfirgripsmikið þá er ætlast til þess að próftaki velji og skrái sig í tiltekið svið innri endurskoðunar að því að varðar  tegund fjármálafyrirtækja eða fjármálaþjónustu. Þannig er hægt að skrá sig til prófs á þremur sviðum, bankastarfsemi (banking), tryggingastarfsemi (insurance) og verðbréfaumsýslu (securites).

Meginþættir CFSA prófsins

Prófinu er skipt í fjóra almenna þætti og svo einn sérhæfingarþátt. Þessir fjórir þættir ásamt undirköflum hvers þáttar eru eftirfarandi.

  • Þáttur I:  Endurskoðun fjármálastarfsemi : Aðallega aðferðafræði , siðareglur, staðlar, skipulag, óhæði o.s.frv.
  • Þáttur II: Endurskoðun fjármálagerninga : Farið í gegnum alla mögulegar „vörur“ í bankageiranum og hvaða þætti ætti að hafa í huga við endurskoðun hvers og eins.
  • Þáttur  III: Endurskoðun fjármálaferla  : Innan áhættustýringar : Lánastarfsemi, eignastýring, markaðsáhætta, lánshæfi, greiðslugeta, rekstarleg áhætta, framlag í afskriftasjóð , varasjóð o.s.frv. Innan ábyrgða : Lánsábyrgðir, verðbréf, tryggingar, IPO  o.s.frv.
  • Þáttur IV: Regluumhverfi. : Eftirlitsaðilar innan fjármálageirans og hlutverk þeirra. Lög og reglur sem gilda um fjármálastarfsemi (aðallega USA), Kauphallir og aðrir markaðir.

Net próf

CIA prófin eru tekin á netinu hjá IIA en í gegnum próftökukerfi Pearson VUE. Nemendur byrja á því að skrá sig til prófs og stofna aðgang í  Certification Candidate Management System (CCMS) hjá IIA.

Tenglar

WP Facebook Auto Publish Powered By : XYZScripts.com