CGAP vottun

CGAP

Certified Government Auditing Professional

CGAP vottun er sérstaklega hönnuð fyrir innri endurskoðendur sem starfa hjá hinu opinbera hvort sem það er hjá ríki eða sveitarfélögum eða þá fyrirtækjum og stofnunum í þeirra eigu. Þetta nám gefur innri endurskoðendum innan þessa geira þann faglega grunn sem gerir þeim kleift að takast á við fjölbreytt verkefni innan hins opinbera á þessu sviði.

Netpróf

CGAP prófið er tekið í gegnum netið á viðurkenndum prófstöðum og á vegum IIA. Þátttakendur skrá sig á vef IIA í CCMS kerfið (Certification Candidate Management System) og þar er einnig hægt að bóka sig í próf og sjá framvindu prófferilsins.

Sex skref til vottunar

Ef þú vilt hjálp til að koma þér af stað í þessu próftökuferli skoðaðu þá sex skref til vottunar sem innri endurskoðandi ætti að skoða áður en tekin er ákvörðun um að sækja fram á þessum vettfangi.

Gagnlegir tenglar

WP Facebook Auto Publish Powered By : XYZScripts.com