CIA-banner-NA

Certified Internal Auditor® (CIA®)

CIA er eina alþjóðlega viðurkennda vottun á sviði innri endurskoðunar í heiminum í dag og er sá faglegi staðall sem miðað er við þegar kemur að mati á faglegri hæfni og sérfræðiþekkingu á sviði innri endurskoðunar.  Að auki er CIA vottun meira en sönnun á þekkingu og hæfni viðkomandi þar sem það sýnir líka vilja og eindrægni viðkomandi til að takast á við ögrandi verkefni á þessu sviði. Próftakendur ljúka þessu próf með mikla þekkingu, upplýsingar og þau tól og tæki sem þarf til að starfa innan fagsins.

Góður faglegur grunnur og hæfni staðfest

CIA vottun skapar þér sérstöðu innan stéttar innri endurskoðenda, gefur þér fleiri möguleika á störfum innan fagsins ásamt því að skapa þér spennandi og fjölbreytt verkefni á þessu sviði.

Þegar allt kemur til alls þá mun CIA prófið :

  • Auka á vægi varðandi störf og faglega þróun
  • Auka á vægi þitt gagnvart stjórnendum fyrirtækja og ytri viðskiptavina
  • Auka þekkingu þína á bestu vinnuaðferðum innan fagsins
  • Sýna fram á faglega hæfni þína og þekkingu
  • Gefa þér sjálfum þá ánægju að takast á við ögrandi verkefni
  • Leggja grunn að áframhaldandi þróun í þekkingu og faglegri hæfni með endurmenntun.

Net próf

CIA prófin eru tekin á netinu hjá IIA en í gegnum próftökukerfi Pearson VUE. Nemendur byrja á því að skrá sig til prófs og stofna aðgang í  Certification Candidate Management System (CCMS) hjá IIA.

Leiðin að vottun sem CIA

Próftakar þurfa að uppfylla tilteknar hæfniskröfur sem snúa að menntun, mannkostum og starfsreynslu. Auk þess þurfa próftakar að leggja fram gild skilríki. Nánari upplýsingar um þessar kröfur má finna hér.

IIA hefur jafnframt útbúið handbók um ferli fagvottunar sem inniheldur greinargóðar upplýsingar og gagnlegar ábendingar um ferlið frá upphafi til enda. Handbókina má nálgast hér.

Endurmenntunarkröfur

Þeir sem ljúka CIA vottun þurfa árlega að staðfesta að þeir hafi lokið tilskyldum fjölda endurmenntunareininga. Staðfestingu þarf að senda inn fyrir 31. desember ár hvert. Nánari upplýsingar um endurmenntunarkröfur má nálgast hér og hér.

Tenglar

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com