CRMA Web Header

Certification in Risk Management Assurance

CRMA er viðurkenning á að viðkomandi hafi hæfni til að veita staðfestingu og ráðgjöf til endurskoðunarnefndar og stjórnenda um þætti sem snúa að áhættustýringu.

Að afla sér CRMA fagvottunar aðstoðar viðkomandi við að meta áhrif áhættuþátta og sýnir fram á hæfni til að:

  • Veita staðfestingu á grunnferlum áhættustjórnunar og stjórnarhátta.
  • Fræða stjórnendur og endurskoðunarnefnd um áhættustjórnun og hugtök henni tengd.
  • Framkvæma gæðamat og sjálfsmat.
  • Meta stefnumótunaráhættu
  • Skapa verðmæti sem traustur ráðgjafi.

Nánari upplýsingar um þessa vottun eru að finna hér á heimasíðu IIA.

Leiðin að vottun sem CRMA

Próftakar þurfa að uppfylla tilteknar hæfniskröfur sem snúa að menntun, mannkostum og starfsreynslu. Auk þess þurfa próftakar að leggja fram gild skilríki. Til að fá umsókn um próftöku samþykkta af IIA þurfa öll gögn að liggja fyrir.

Próftakar þurfa jafnframt að uppfylla kröfur og ljúka 1. prófi til fagvottunar sem CIA. Þetta er hægt að gera áður, samhliða eða eftir að CRMA próf er þreytt. Nánari upplýsingar um kröfur má finna hér.

CRMA prófið er tekið í gegnum netið á viðurkenndum prófstöðum og á vegum IIA. Þátttakendur skrá sig á vef IIA í CCMS kerfið (Certification Candidate Management System) og þar er einnig hægt að bóka sig í próf og sjá framvindu prófferilsins.

Inn á heimasíðu IIA má finna handbók um ferli fagvottunar sem inniheldur greinargóðar upplýsingar og gagnlegar ábendingar um ferlið frá upphafi til enda. Handbókina má nálgast hér.

Endurmenntunarkröfur

Þeir sem ljúka CRMA vottun þurfa árlega að staðfesta að þeir hafi lokið tilskyldum fjölda endurmenntunareininga. Staðfestingu þarf að senda inn fyrir 31. desember ár hvert. Nánari upplýsingar um endurmenntunarkröfur má nálgast hér.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com