Vottun fyrir stjórnendur innri endurskoðunar (Qualification in Internal Audit Leadership -QIAL)
QIAL vottun er sérstaklega hugsuð fyrir stjórnendur innri endurskoðunardeilda hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þróun og vöxtur innri endurskoðunar í nútímaumhverfi gerir kröfu um nýja tegund leiðtoga. Leiðtoga sem stjórnar afkastamiklu teymi sem skila af sér virðisaukandi og áhættumiðaðri vinnu sem stendur undir væntingum og þörfum innri og ytri hagsmunaðila.
QIAL aðstoðar stjórnendur í innri endurskoðun við framþróun í starfi og við að styrkja trúverðugleika sinn. Þeir sem hljóta QIAL vottun sýna fram á að þeir eru meðal leiðtoga næstu kynslóðar með hæfni til að:
- Stýra árangursríku endurskoðunarteymi
- Skila verðmætum með því að uppfylla þarfir hagsmunaðila
- Standa undir væntingum í síbreytilegu umhverfi
- Stuðla að góðu siðferði, nýjungum og breytingum
Leiðin að vottun sem QIAL
Þeir sem taka QIAL vottun þurfa að uppfylla tilteknar hæfniskröfur sem snúa að menntun, mannkostum og starfsreynslu. Auk þess þurfa próftakar að leggja fram gild skilríki. Til að fá umsókn samþykkta af IIA þurfa öll gögn að liggja fyrir.
Til að öðlast vottun eru tvær leiðir í boði, annars vegar fyrir fyrir verðandi og nýja stjórnendur og hins vegar fyrir reynda stjórnendur.
Verðandi og nýir stjórnendur
Geta öðlast QIAL vottun með því að:
- Ljúka þremur raundæmum (e. case studies)
- Halda kynningu fyrir matsnefnd
- Fara í viðtal hjá matsnefnd
Reyndir stjórnendur
Geta öðlast QIAL vottun með því að:
- Skila inn upplýsingum um starfsreynslu í stað þess að ljúka raundæmum.
- Halda kynningu fyrir matsnefnd
- Fara í viðtal hjá matsnefnd
Nánari upplýsingar um kröfur má finna hér.
Hægt er að nálgast gögn um QIAL vottunina hér. Til að hefja umsóknarferli skrá umsækjendur sig inn í CCMS kerfi IIA. Nánari upplýsingar má einnig finna í handbók um ferli fagvottunar sem nálgast má hér.
Endurmenntunarkröfur
Þeir sem ljúka QIAL vottun þurfa árlega að staðfesta að þeir hafi lokið tilskyldum fjölda endurmenntunareininga. Staðfestingu þarf að senda inn fyrir 31. desember ár hvert. Nánari upplýsingar um endurmenntunarkröfur má nálgast hér.
Nánari upplýsingar um QIAL vottunina er að finna á heimasíðu IIA