Hverjir geta orðið félagsmenn?

Félagar geta orðið þeir sem uppfylla eitt eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum:

  • hafa innri endurskoðun að aðalstarfi í fyrirtæki eða opinberri stofnun,
  • hafa lokið fagvottun í innri endurskoðun og/eða öðrum prófgráðum á vegum alþjóðasamtaka innri endurskoðenda eða
  • hafa áhuga á innri endurskoðun, áhættustýringu, eftirliti og stjórnarháttum.

Skyldur félagsmanna

Allir nýir og núverandi félagsmenn verða að samþykkja að fylgja:

  • Siðareglurnar innri endurskoðenda
  • Alþjóðlegum stöðlum innri endurskoðunar

Hvernig sækir þú um aðild?

Stjórn félagsins samþykkir inntöku nýrra félaga en hægt er að sækja um aðild hér.

Af hverju að gerast félagsmaður?

Félagið er vettvangur félagsmanna til að efla tengsl sín innan fagstéttarinnar, styrkja faglega vinnubrögð og þróun innri endurskoðunar á Íslandi.  Félagið stendur að reglulegri upplýsingamiðlun til félagsmanna og öflugu fræðslustarfi.  Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í starfsemi félagsins m.a. í stjórn, fræðslunefnd og faghópum.

Með því að gerast félagsmaður færðu:

Félagsgjald

Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi félagsins.

Gjaldið er 25.500 krónur og er það innheimt í október-nóvember ár hvert.  Miðað er við að afsláttur félagsmanna af öllum námskeiðs- og ráðstefnugjöldum félagsins jafngild ársgjaldinu.

Félagsaðild endurnýjast sjálfkrafa ár hvert að því gefnu að félaginu berist ekki uppsögn og félagsgjald sé greitt.

Spurningar

Ef þú hefur spurningar varðandi aðild að félaginu hafðu þá samband í gegnum netfangið fie@fie.is

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com