Félagsmenn ljúka faggildingarprófum

Tveir félagsmenn hafa lokið faggildingarprófum hjá IIA það sem af er 2017.

Guðmundur Óli Magnússon lauk CIA prófi í Nóvember.  Guðmundur Óli er fæddur 1990 og er því 27 ára gamall. Hann útskrifaðist sem hagfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2014 og með M.Acc. gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá sama skóla fyrr á þessu ári. Guðmundur Óli starfar sem sérfræðingur á endurskoðunarsviði Ríkisendurskoðunar.

Á sama tíma lauk Sigríður Guðmundsdóttir CRMA prófi.

Stjórn FIE óskar þessum félagsmönnum til hamingju með árangurinn.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com