Á þessu ári hafa tveir félagsmenn lokið CIA próf en á því síðasta lauk einn félagsmaður því prófi. Það var Auðbjörg Friðgeirsdóttir sem starfar hjá PwC. Á þessu ári hafa bæði Kristín Baldurdóttir ,innri endurskoðandi Landsbanka Íslands og svo núna, Halldór Pétursson lokið CIA prófinu.
Halldór útskrifaðist sem byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands 1987. Hann lauk civ.ing. prófi í byggingarverkfræði frá Chalmers Tekniska Högskola 1988 og lic. techn. prófi frá sama skóla 1991. Þá hefur Halldór lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Frá 1991-1995 starfaði hann hjá Orkustofnun við vatnsorkurannsóknir. Frá þeim tíma vann hann að mestu í upplýsingatæknigeiranum við ráðgjöf og sölu og var m.a. framkvæmdastjóri sölusviðs Opinna kerfa árum saman. Á þeim tíma sat hann í stjórnum ýmissa upplýsingatæknifyrirtækja. Þá var hann þróunarstjóri Veðurstofu Íslands frá 2009-2011. Frá 2013 hefur Halldór unnið við innri endurskoðun hjá Arion banka.