Alþjóðasamtök innri endurskoðenda (IIA) gera þær kröfur að þeir aðilar sem hafa fagvottun í innri endurskoðun, CIA prófgráðuna, viðhaldi þekkingu sinni og færni og fylgist með framförum og þróun í innri endurskoðun með virkri endurmenntun (CPE).
Þetta er stutt með sjálfsnámi með lúkningu og skilum á þeim endurmenntunareiningum sem krafist er á tveggja ára fresti. Þeir sem fengið hafa CIA gráðu þurfa þannig að gera grein fyrir 80 klst. í endurmenntun annað hvert ár. Að jafnaði þurfa þeir því að sækja sér 40 klst. endurmenntun í faginu árlega til þess að halda CIA gráðunni.
Fræðslunefnd FIE stendur fyrir fræðslustarfi innan félagsins í umboði stjórnar. Innan félagsins eru haldnir fjölmargir fræðslufundir árlega og svo stendur félagið fyrir árlegri haustráðstefnu. Félagsmenn halda flesta fyrirlestra en félagið hefur einnig staðið fyrir ráðstefnum þar sem fengnir eru erlendir fyrirlesarar á vegum IIA.