Fræðslustarf FIE

a386276bfbHérlendis er hægt að afla endurmenntunareininga með þátttöku í fræðslustarfi á vegum FIE eða FLE.

Fræðslustarf á vegum FIE
Afla má endurmenntunareininga með þátttöku í viðburðum sem haldnir eru á vegum Fræðslunefndar FIE. Viðburðir eru einkum tvennskonar:

Ráðstefnur:
Haustráðstefna FIE er ávallt haldin í samstarfi við fagaðila á sviði fræðslu og endurmenntunar. Það efni sem tekið er til umfjöllunar hverju sinni hefur yfirleitt verið metið til endurmenntunareininga af þeim fagaðila sem veitir þjónustuna. Oftast er þátttaka í ráðstefnum og/eða námskeiðum metin til 15 endurmenntunareininga.

Fræðslufundir:
Styttri fræðslufundir sem fræðslunefnd FIE stendur fyrir s.s. Morgunverðar- eða hádegisfundir, eru metnir til 1,5 endurmenntunareininga. Fræðslunefnd hefur haldið utan um fundasókn vegna ráðstefnu og  morgunverðarfunda í þeim tilgangi að geta gefið út staðfestingu á fundasókn.

2.2 Fræðslustarf á vegum FLE
Fræðslustarf á vegum FLE, sem stendur félagsmönnum FIE opið, er metið til endurmenntunareininga af hálfu FLE. CIA-gráðuhafar geta aflað sér endurmenntunareininga með þátttöku í því fræðslustarfi sem þar er boðið upp á. Á sama hátt geta félagsmenn FLE aflað sér endurmenntunareininga með þátttöku í fræðslustarfi á vegum FIE. Finna má upplýsingar um endurmenntunareiningar á heimasíðu FLE.

2.3 Fræðslustarf á vegum IIA
IIIA býður upp á fjölmargar leiðir til öflunar endurmenntunareininga s.s. með þátttöku í ráðstefnum og námskeiðum á vegum samtakanna, í gegnum„E-learing“IIA með þátttöku í Webinars, Virtual Seminars eða Self-Study Cources. Auk þess veitir þátttaka í starfi á vegum IIA endurmenntunareiningar. E-learning er rekið undir nafni GEAR (Global Education Audit Resources). Þessum kennsluvef er haldið úti í samstarfi við fyrirtækið SmartPros sem hefur langa reynslu í fjarkennslu á netinu. Endurmenntunin á þessum vef er af ýmsum toga t.d. í formi námsefnis eða upptöku funda eða fyrirlestra, sem fluttir eru um efni sem tengist innri endurskoðun. Eftir að þátttakendur hafa kynnt sér viðkomandi kennsluefni eða hlustað á fyrirlestur er tekið próf úr námsefninu. Ef prófið er staðist fær viðkomandi vottorð um það að hann hafi lokið tilteknum klukkustundum í endurmenntun (CPE). Hægt að kaupa einstök námskeið (365-day single subscription) eða gerast áskrifandi til eins árs (365-day combo subscription) og hafa ótakmarkaðan aðgang að ákveðnum fjölda námskeiða áskriftartímanum. Mun hagstæðara er að gerast áskrifandi heldur en að kaupa einstök námskeið. Þessi vefur er tilvalinn fyrir félagsmenn FIE.

2.4 Kennsla og kynningar um IIA

Kennsla við HÍ, HR eða aðrar viðurkenndar menntastofnanir gefa CPE punkta.

Sjá annars :

https://na.theiia.org/certification/CIA-Certification/Pages/CPE-Requirements.aspx

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com