a386276bfbHérlendis er hægt að afla endurmenntunareininga með þátttöku í fræðslustarfi á vegum FIE eða FLE.

Fræðslustarf á vegum FIE
Afla má endurmenntunareininga með þátttöku í viðburðum sem haldnir eru á vegum Fræðslunefndar FIE. Viðburðir eru einkum tvennskonar:

Ráðstefnur:
Haustráðstefna FIE er ávallt haldin í samstarfi við fagaðila á sviði fræðslu og endurmenntunar. Það efni sem tekið er til umfjöllunar hverju sinni hefur yfirleitt verið metið til endurmenntunareininga af þeim fagaðila sem veitir þjónustuna. Oftast er þátttaka í ráðstefnum og/eða námskeiðum metin til 16 endurmenntunareininga.

Fræðslufundir:
Styttri fræðslufundir sem fræðslunefnd FIE stendur fyrir s.s. Morgunverðar- eða hádegisfundir, eru metnir til 2 endurmenntunareininga. Fræðslunefnd hefur haldið utan um fundasókn vegna ráðstefnu og  morgunverðarfunda í þeim tilgangi að geta gefið út staðfestingu á fundasókn.

Fræðslustarf á vegum FLE
Fræðslustarf á vegum FLE, sem stendur félagsmönnum FIE opið, er metið til endurmenntunareininga af hálfu FLE. CIA-gráðuhafar geta aflað sér endurmenntunareininga með þátttöku í því fræðslustarfi sem þar er boðið upp á. Á sama hátt geta félagsmenn FLE aflað sér endurmenntunareininga með þátttöku í fræðslustarfi á vegum FIE. Finna má upplýsingar um endurmenntunareiningar á heimasíðu FLE.

Fræðslustarf á vegum IIA
IIIA býður upp á fjölmargar leiðir til öflunar endurmenntunareininga s.s. með þátttöku í ráðstefnum og námskeiðum á vegum samtakanna.

Á heimasíðu alþjóðasamtakana er aðgengilegt fræðsluefni eftir þörfum (on demand), t.d. um að meta sviksemisáhættu, grunnatriði siðfræða og úttektir á vinnustaðamenningu. Að auki bjóða önnur IIA félög uppá ýmist fræðsluefni t.d. IIA í Norður Ameríku , IIA í Bretlandi, Belgíu og Hollandi.

Alþjóðsamtökin hafa aukið framboð á fræðsluefni með komu The IIA Webinar Playback Library en þar er að finna örkynningar, fyrirlestra og hlaðvörp af ýmsum toga, t.d. kynningu á Auditing Third Party Risk Management, kynningu á nýja þriggja þrepa líkaninu og ráðleggingar um hvernig eigi að miðla upplýsingum til hagsmunaðila.

IIA heldur árlega alþjóðlega ráðstefnu um innri endurskoðun, sjá nánar á heimasíðu samtakana. 

Kennsla og kynningar um IIA

Kennsla við HÍ, HR eða aðrar viðurkenndar menntastofnanir gefa CPE einingar.

Aðrar endurmenntunarleiðir

Endurmenntun getur verið af margvíslegum toga og er ein þeirra að sækja fyrirlestra og önnur að standast próf. Fræðin segja að ein áhrifaríkasta leiðin til að læra sér að kenna eða miðla þekkingu áfram og því er stjórn opin fyrir samstarfi við félagsmenn sem hafa áhuga á að halda fyrirlestra og skrifa greinar um málefni sem varða innri endurskoðun.

Handhöfum fagvottana er bent á að fjölmargar leiðir eru til að afla endurmenntunar og minnir félagið á að reglur alþjóðsamtakana um endurmenntun hafa nú verið þýddar á íslensku af félagsmanni og eru þær aðgengilegar á innri vef FIE.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com