Almennt
Alþjóðasamtök Innri Endurskoðenda (IIA) gerir þær kröfur að þeir aðilar sem hafa fagvottun í innri endurskoðun, CIA prófgráðuna, viðhaldi fagþekkingu sinni og færni og fylgist með framförum og þróun í innri endurskoðun í gegnum endurmenntun (CPE- Continuous Professional Education).

Þetta er stutt með sjálfsnámi með skilum á þeim endurmenntunareiningum sem krafist er árlega í gegnum Certification Candidate Management System (CCMS) kerfið.

Þeir sem fengið hafa CIA gráðu þurfa þannig að gera grein fyrir 40 CPE einingum  í endurmenntun hvert ár. Að jafnaði þurfa þeir því að sækja sér u.þ.b 30 klst. endurmenntun í faginu árlega til þess að halda CIA gráðunni.

Skilafrestur er 31. desember og er skýrslu skilað inn án fylgiskjala en sé viðkomandi valin í úrtak þá þarf sá hin sami að leggja fram staðfestingu á öllum CPE einingum uppáskrifað af FIE eða þá öðrum aðilum sem hafa haldið námskeið sem gefa CPE eininga.

CIA-gráðuhafar sem ekki mæta endurmenntunarkröfum IIA með skilum á CPE einingum fyrir skilafrest verða sjálfkrafa skráðir óvirkir og mega ekki nota gráðuna. Nýir CIA-gráðuhafar fá 80 CPE-einingar á því ári sem þeir ljúka prófum. Helmingur þessara CPE eininga (40) er vegna ársins þar sem prófi er lokið og helmingur (40) vegna ársins þar á eftir.   Sem CIA-gráðuhafi, ert þú ábyrgur fyrir að upplýsingar um CPE-einingar sem þú gefur í skýrslu þinni séu réttar. Skýrsluform IIA má finna í CCMS kerfinu og hægt er að senda skýrsluna til IIA með rafrænum hætti. Nánari upplýsingar um þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem hafa CIA-gráðuna má finna hér.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com