Fræðsluáætlun 2018-2019

Kæru félagsmenn,

Nú er sextánda starfsár félagsins að hefjast og hefur stjórn félagsins sett saman fræðsluáætlun fyrir veturinn með fjölbreyttu fundarefni fyrir félagsmenn.

Á fyrsta fundi vetrarins munu höfundar að samanburðarrannsókn um innri endurskoðun hjá hinu opinbera á Norðurlöndunum segja frá sér og fjalla starfsumhverfið sitt. Haustráðstefnan mun fjalla um netöryggi og verður haldin í lok september að þessu sinni.  Gaman er að segja frá því að þátttakan er mjög góð, aðeins 3 sæti eru laus, og því er hver að verða síðastur til að skrá sig.

Í nóvember verður fundur um siðareglur og viðskiptasiðferði. Stjórnin vill nota tækifærið og minna faggilta félagsmenn á að þeim ber að sækja sér 2 einingar á sviði siðfræði á hverju ári. Í janúar ætlum við að fjalla um breytingar á alþjóðlegum leiðbeiningum fyrir fjármálafyrirtæki og samanburðarkönnun um stöðu innri endurskoðunar á Norðurlöndunum. Í mars verður síðan fjallað um klassískt viðfangsefni innri endurskoðunar - misferli.  Nánari upplýsingar um hvern viðburð verða sendar félagsmönnum þegar nær dregur.

Stjórnin hvetur félagsmenn til að taka frá dagana 8-10. maí 2019 en þá mun félagið í fyrsta skipti standa að alþjóðlegri ráðstefnu – Nordic Light. Ráðstefnan mun fara fram á Hilton Reykjavík Nordica og er líklegt að yfir 200 manns muni sækja hana frá öllum Norðurlöndunum.  Paul Sobel, formaður COSO nefndarinnar og Richard Chambers, forstjóri IIA hafa báðir staðfest þátttöku sína á ráðstefnunni.  Þar sem þetta er einn stærsti viðburður sem félagið hefur staðið að verður enginn Innri endurskoðunardagur haldinn á næsta ári.

Enn hefur ekki tekist að fá félagsmenn til þátttöku í fræðslunefnd eða faghópum. Stjórnin sinnir fræðslustarfinu eins og er en hvetur félagsmenn til að taka þátt í starfi félagsins. Þeir sem hafa t.d. áhuga á að skipuleggja einn fund á vegum félagsins er bent á að hafa samband við stjórnina (fie@fie.is).

FRÆÐSLUÁÆTLUN 2018-2019

DagsetningEfniFyrirlesari:StaðsetningEiningar
7.sepInsight in internal audit in the public sector within the Nordic CountriesNiina Sipiiaine, Riikka Koivunen, Stina Nilsson Kristiansson og Anna Margrét JóhannesdóttirBorgarráðsherbergi í Ráðhúsi Reykjavíkur1
27.-28. septemberNetöryggiIrvin Ray, CIA, CPA og CISASkógarhlíð 1216
NóvemberSiðareglur og viðskiptasiðferðiIngi Magnússon formaður siðanefndar og Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í fjármálum og endurskoðunGrand hótel2
JanúarAlþjóðlegar leiðbeiningar fyrir fjármálafyrirtæki og Global Deloitte könnun um stöðu innri endurskoðunar á NorðurlöndunumAuðbjörg Friðgeirsdóttir formaður alþjóðanefndar og Sif Einarsdóttir DeloitteGrand hótel2
MarsMisferliÓákveðiðGrand hótel2
8.-10. maíNordic LightFjölmargir fyrirlesarar, m.a. Paul Sobel, formaður COSO nefndarinnar og Richard Chambers, forstjóri IIA.Hiltor Reykjavík Nordica16
30.maíEfni óákveðiðÓákveðiðGrand hótel2
30.maíEfni aðalfundarStjórn félagsinsGrand hótel0

 

 

 

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com