Fræðsluáætlun FIE 2020-2021

Kæru félagsmenn,

Nú er átjánda starfsár félagsins að hefjast og hefur fræðslunefnd félagsins sett saman fræðsluáætlun fyrir veturinn með fjölbreyttu fræðsluefni fyrir félagsmenn. Uppsetning áætlunarinnar tók mið af fræðslukönnun sem gerð var meðal félagsmanna síðastliðið sumar.

Fræðsluáætlunin er með fremur óhefðbundnu sniði þetta starfsár og höfum við breytt um áherslur þannig að í stað hefðbundinna morgunverðarfunda höfum við sett á fræðslufundi sem eru skipulagðir á netinu í gegnum Teams.

Fyrsti fundur verður haldinn föstudaginn 25. september. Í fyrra erindi fundarins verður fjallað um gervigreind, sjálfvirknivæðingu og innri endurskoðun. Seinna erindið fjallar um innleiðingu á Evrópureglum um endurskoðun og endurskoðendur, sem tóku gildi 1. janúar 2020.

Haustráðstefnan verður haldin 15. - 16. október, og mun skiptast í tvo hálfa daga. Fyrir hádegi fyrri daginn og eftir hádegi seinni daginn.

Ítarlegri upplýsingar um viðburðina verða síðan auglýstir á Facebook síðu félagsins (https://www.facebook.com/FelagUmInnriendurskodun) og heimasíðu félagsins (https://fie.is/).

Skráning verður eins og áður með tölvupósti á fie@fie.is.

FRÆÐSLUÁÆTLUN 2019-2020

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com