Næsti morgunverðarfundur félagsins verður haldinn á Grand hótel Reykjavík þann 13. maí næstkomandi kl. 8:00. Efni fundarins er: „Nýting ACL í tölvuunninni gagnagreiningu og innri endurskoðun“.

Á fundinum munum við fá að kynnast ACL endurskoðunar- og greiningarkerfinu (www.acl.com).

Þrír fyrirlesarar verða á fundinum þar sem hver um sig mun fara yfir hvernig kerfi virkar og hvernig það er nýtanlegt við gagnagreiningu og innri endurskoðun.

Carsten Cristiansen frá Biszcon í Danmörku, sem er umboðsaðili ACL á Norðurlöndunum. Carsten er upplýsingatæknimenntaður og hefur mikla þekkingu á því að aðstoða við innleiðingu á nýrri tækni og þjálfun. Hann hefur einnig unnið að því að koma á fót norræns samfélags notenda ACL til að notendur lausnanna fái sem mest út úr þeim. Hans fyrirlestur mun fjalla um "How to create value with continuous monitoring and how ACL supports this" og verður fluttur á ensku.

Albert Ólafsson er viðskiptafræðingur að mennt auk þess að hafa lokið CISA og CIA. Hann hefur notað ACL Analytics við gagnagreiningar hjá Ríkisendurskoðun frá árinu 1991. Albert mun fjalla um hvernig nýta megi ACL Analytics við endurskoðun.

Jóhanna María Einarsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt, Jóhanna er starfandi innri endurskoðandi Promens hf. en Promens hefur nýtt sér verkferla-og verkstjórnunarkerfishluta fyrir innri endurskoðendur frá ACL GRC við innri endurskoðun.

Athugið að fundurinn hefst aðeins fyrr en venjulega þ.e. kl. 8:20 en morgunverður verður í boði frá kl. 8:00. Vinsamlegast skráið þátttöku á fie@fie.is í síðasta lagi á hádegi 11. maí. Fundargjald er 2.800 kr.

Þátttaka í morgunverðarfundinum gefur 2 endurmenntunareiningar.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com